Mun Ísland fá að keppa í Eurovision?

Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir mynda hljómsveitina VÆB. Þeir …
Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir mynda hljómsveitina VÆB. Þeir unnu Söngvakeppnina með laginu RÓA. Ljósmynd/Aðsend

Ísra­elski laga­höf­und­ur­inn Ofir Cohen hót­ar að krefjast þess að lagið Róa eft­ir Inga Bau­er og Væb-bræður, verði fjar­lægt úr keppn­inni.

Cohen sak­ar höf­unda um að hafa stolið hluta af viðlag­inu úr ísra­elska slag­ar­an­um Ha­tunat Hash­ana (sem einnig er vísað til sem Wedd­ing of the Year), sem sam­inn var fyr­ir söngv­ar­ana Itay Levy og Eyal Gol­an.

Krefst bóta

Fram kem­ur í um­fjöll­un ísra­elska dag­blaðsins Isra­el Hayom að Cohen muni senda form­legt viðvör­un­ar­bréf til Væb-bræðra og RÚV á næstu dög­um.

Þar krefst hann ann­ars veg­ar bóta og/​eða þess að fá sitt nafn skráð á þann hluta lags­ins sem hann tel­ur sig eiga, eða hins veg­ar að Róa verði felld úr keppn­inni.

Viður­kenn­ir ekki lík­indi

Væb-bræður segja í sam­tali við Vísi að þeir hafi ekki haft neinn grun um til­vist ísra­elska lags­ins.

Cohen bend­ir þó á að auðvelt sé að nálg­ast tónlist hvaðan sem er úr heim­in­um í gegn­um streym­isveit­ur á borð við Spotify.

Get­ur leitt til brott­vís­un­ar Íslands

Cohen seg­ir að ef ekki ná­ist viðeig­andi sam­komu­lag verði leitað til Sam­bands evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) og þess kraf­ist að lagið verði tekið úr keppn­inni.

Áður hef­ur komið upp svipað mál í Eurovisi­on-sög­unni þegar Jack White, höf­und­ur lags­ins Seven Nati­on Army, sakaði höf­und­ana að Toy (sem vann keppn­ina árið 2018 fyr­ir Ísra­el) um lagastuld.

Það mál leyst­ist þó með sam­komu­lagi þar sem White var skráður sem meðhöf­und­ur og fékk hlut­deild í tekj­um af lag­inu.

Óvissa um næstu skref

Ekki hef­ur komið fram hvort RÚV eða höf­und­ar lags­ins Róa hafi haf­ist handa við að semja við Cohen eða hyggi á aðra lausn.

Lagið vann Söngv­akeppn­ina sein­ustu helgi og stend­ur til að Væb-bræður flytji það í stóru Eurovisi­on-söngv­akeppn­inni í maí, sem að þessu sinni fer fram í Sviss.

Hægt er að sjá bæði lög­in hér fyr­ir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell