Aðdáendur í sjokki yfir aldri Ringo Starr

Ringo Starr sló í gegn í Nashville.
Ringo Starr sló í gegn í Nashville. AFP/Jason Kempin

Aðdá­end­ur enska tón­list­ar­manns­ins Ringo Starr vilja ólm­ir fá að vita leynd­ar­málið á bak við ung­legt út­lit Bít­ils­ins fyrr­ver­andi.

Starr, sem fagn­ar 85 ára af­mæli sínu í sum­ar, steig á svið tón­leika­hall­ar­inn­ar Grand Ole Opry í Nashville á mánu­dags­kvöldið og flutti nokk­ur af vin­sæl­ustu lög­um Bítl­anna, þar á meðal With a Little Help from My Friends, við mik­inn fögnuð tón­leika­gesta.

Tón­list­armaður­inn, sem heit­ir réttu nafni Rich­ard Star­key, vakti sér­staka at­hygli fyr­ir ung­legt út­lit sitt, en marg­ir áttu erfitt með að trúa því að Starr væri á níræðis­aldri, enda hoppaði hann um allt sviðið og hljómaði al­veg eins og í gamla daga, eða þegar enska rokksveit­in var á há­tindi fer­ils­ins.

Mikl­ar umræður sköpuðust á sam­fé­lags­miðlum að lokn­um tón­leik­un­um, þá sér­stak­lega um hvernig tón­list­armaður­inn fari að því að líta svona vel út á níræðis­aldri.

„Vá, 84! Hann hlýt­ur að hafa fundið æsku­brunn­inn,“ skrifaði einn aðdá­andi Starr.

Fjöl­marg­ir rituðu einnig at­huga­semd­ir við færslu sem tón­list­armaður­inn birti á In­sta­gram-síðu sinni að lokn­um tón­leik­un­um og hrósuðu frammistöðu hans og óbilandi lífs­krafti.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Grand Ole Opry (@opry)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt ekki bregðast trausti þeirra, sem hafa falið þér viðkvæm leyndarmál sín. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt ekki bregðast trausti þeirra, sem hafa falið þér viðkvæm leyndarmál sín. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka