Bitcoin-milljarðamæringur vill hjálpa Wendy Williams

Brock Pierce er núna milljarðamæringur en hann er fyrrverandi barnastjarna …
Brock Pierce er núna milljarðamæringur en hann er fyrrverandi barnastjarna í Hollywood. Skjáskot/Instagram

Bitco­in-millj­arðamær­ing­ur­inn og barna­stjarn­an, Brock Pierce, býðst til að rétta fyrr­ver­andi sjón­varpsþátta­stjórn­and­an­um Wen­dy Williams hjálp­ar­hönd.

Pierce, sem lék í mynd­um á borð við The Mig­hty Ducks, seg­ist vilja koma Williams fyr­ir á herra­setri sínu, þar sem hún hefði aðgang að hjúkr­un­arþjón­ustu all­an sól­ar­hring­inn. 

„Ég hef alltaf dáðst að styrk Wen­dy og þegar ég sá hana biðja um hjálp var ómögu­legt að hunsa það,“ seg­ir hann í yf­ir­lýs­ingu til er­lendra miðla. 

Í síðustu viku henti Williams handskrifuðum miða út um glugg­ann á hjúkr­un­ar­heim­ili sem hún hef­ur dvalið á í New York. Á miðanum stóð: „Hjálp! Wen­dy!“

Í kjöl­farið fékk Williams lög­reglu­fylgd á Lenox Hill-sjúkra­húsið þar sem and­legt ástand henn­ar var metið óbreytt, þrátt fyr­ir að áður hafi hún verið greind með mál­stol og heila­bil­un.

Williams hef­ur dvalið á deild heila­bilaðra á hjúkr­un­ar­heim­il­inu frá því að hún var svipt sjálfræði fyr­ir dóm­stól­um. Pierce er sagður skilja áskor­an­irn­ar sem Willams standi frammi fyr­ir og hef­ur því boðið henni að dvelja á herra­setri sínu, með hjúkr­un all­an sól­ar­hring­inn og lækn­isaðstoð sér­sniðna að henn­ar þörf­um.

Enn er óljóst um hvaða herra­set­ur ræðir en Pierce, sem er 44 ára, er sagður eiga eign­ir í Amster­dam, Pú­er­tó ríkó, New York og Washingt­on, auk sögu­legs portú­galsks skips.

Wendy Williams hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Wen­dy Williams hef­ur ekki átt sjö dag­ana sæla. Jenni­fer Graylock/​AFP

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant