Kim Kardashian býður í áritaða biblíu föður síns

Kim Kardashian ásamt föður sínum Robert Kardashian.
Kim Kardashian ásamt föður sínum Robert Kardashian. skjáskot/Instagram

Bibl­ía Roberts Kar­dashi­an, föður Kim Kar­dashi­an, er nú á upp­boði og Kim er sögð reyna að kaupa hana. Bibl­í­una gaf Robert vini sín­um O.J. Simp­son, at­vinnu­manni í am­er­ísk­um fót­bolta, dag­inn eft­ir að hann var hand­tek­inn fyr­ir morðið á fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Nicole Brown Simp­son. Hún var myrt við heim­ili sitt í júní 1994 og O.J. var hand­tek­inn nokkr­um dög­um síðar.

Robert handskrifaði skila­boð í bibl­í­una, ætlað O.J., þar sem seg­ir: „O.J. þessi bók mun hjálpa þér. Guð elsk­ar og hann mun tala við þig með orðum sín­um. Lestu þessa bók dag­lega. Guð hef­ur gert áætl­un fyr­ir líf þitt. Þú ert barn hans og hann hef­ur not fyr­ir þig. Ég elska þig og Guð elsk­ar þig.“

Dán­ar­bú O.J. hef­ur hafnað boði Kim sem hljóðar upp á 15.000 doll­ara. Skipta­stjóri dán­ar­bús­ins, Malcolm LaVerg­ne, sel­ur eign­ir úr bú­inu til að greiða upp úti­stand­andi skuld­ir.

Til­boði Kim var hafnað á þeim for­send­um að þegar hafði verið tekið ákvörðun um al­menn­ings­upp­boð. Hins veg­ar þykir skipta­stjór­an­um upp­hæðin ein­fald­lega of lág og seg­ir að ef hún hefði boðið 150.000 doll­ara væri mynd­in önn­ur.

„Kim get­ur boðið í þetta á net­inu,“ seg­ir hann og vís­ar til þess að hún geti tekið þátt í upp­boðinu eins og aðrir. „Kannski fær hún hlut­inn ódýr­ari en þessi 15.000, svo hver veit.“

Robert var fræg­ur lög­fræðing­ur og viðskipta­mó­gúll. Hann hlaut mikla at­hygli sem vin­ur O.J. Simp­sons og sem verj­andi hans í sögu­leg­um rétt­ar­höld­um í Banda­ríkj­un­um á tí­unda ára­tugn­um. Robert eignaðist Kar­dashi­an-syst­urn­ar þrjár með Kris; Kourt­ney, Kim og Khloé. Hann greind­ist með krabba­mein í vélinda í júlí 2003 og lést aðeins tveim­ur mánuðum síðar, aðeins 59 ára gam­all.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er fátt sem getur staðið í vegi fyrir þér, þegar sá gállinn er á þér. Að eignast þýðingarmikla kunningja og góð sambönd byrjar með því að hugsa vel til annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er fátt sem getur staðið í vegi fyrir þér, þegar sá gállinn er á þér. Að eignast þýðingarmikla kunningja og góð sambönd byrjar með því að hugsa vel til annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant