Afbókaði brúðkaupsferðina til að elta stóra drauminn

Isaiah Moore komst áfram.
Isaiah Moore komst áfram. Samsett mynd

Hinn 22 ára gamli Isaiah Moore, kepp­andi í nýj­ustu þáttaröð hæfi­leika­keppn­inn­ar American Idol, fékk góðfús­legt leyfi, eða öllu held­ur hvatn­ingu, frá eig­in­konu sinni til að af­bóka brúðkaups­ferð þeirra, skemmti­ferðasigl­ingu um Karíbahafið, til að spreyta sig í áheyrn­ar­pruf­um fyr­ir þátt­inn.

Moore gekk í hjóna­band aðeins einni viku áður en hann heillaði dóm­ara þátt­ar­ins, þau Carrie Und­erwood, Luke Bry­an og Li­o­nel Ritchie, upp úr skón­um með ein­læg­um og fal­leg­um tón­listar­flutn­ingi sín­um.

Eig­in­kona hans var hon­um til halds og trausts í pruf­unni ásamt móður hans og fjöl­skyldu.

„Við vor­um búin að panta sigl­ingu um Karíbahaf, það átti að vera brúðkaups­ferðin okk­ar. En kon­an mín hvatti mig til að af­bóka sigl­ing­una, ferðast hingað til Nashville í staðinn og syngja fyr­ir dóm­ar­ana,” sagði Moore þegar hann ræddi við kynni þátt­ar­ins, Ryan Seacrest.

Moore flutti fal­lega út­gáfu af lag­inu Wh­ere The Wild Things Are eft­ir Luke Combs sem fékk Und­erwood, sem sjálf sigraði fjórðu þáttaröð Idol árið 2005, til að fella tár.

„Að fá gullna miðann, ganga í hjóna­band, hafa móður mína og fjöl­skyldu við hlið mér. Þetta er besta til­finn­ing sem ég hef upp­lifað,” sagði Moore að lok­inni áheyrn­ar­prufu.

„Ég held að þetta sé upp­hafið að frá­bær­um kafla í lífi mínu.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant