Erró, Pétur og Helena Margrét verðlaunuð

Erró, Pétur Thomsen og Helena Margrét Jónsdóttir.
Erró, Pétur Thomsen og Helena Margrét Jónsdóttir. Samsett mynd

Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­in voru af­hent fyr­ir stundu í Iðnó. Ljós­mynd­ar­inn og mynd­list­armaður­inn Pét­ur Thomsen var val­inn mynd­list­armaður árs­ins fyr­ir sýn­ing­una Land­nám í Hafn­ar­borg. Helena Mar­grét Jóns­dótt­ir hlaut hvatn­ing­ar­verðlaun­in og Erró hlaut heiður­sviður­kenn­ingu fyr­ir ein­stakt fram­lag til íslenskr­ar mynd­list­ar.

Viður­kenn­ingu mynd­list­ar­ráðs fyr­ir áhuga­verðasta end­ur­litið hlaut Gerðarsafn fyr­ir sýn­ing­una Ham­skipti | List­sköp­un Gerðar Helga­dótt­ur í sýn­ing­ar­stjórn Cecilie Gai­hede. Sýn­ing Tex­tíl­fé­lags­ins 50/​100/​55 í Hlöðuloft­inu, Kor­p­úlfs­stöðum fékk viður­kenn­ingu fyr­ir sam­sýn­ingu árs­ins en sýn­ing­ar­stjórn var í hönd­um Ægis Zita. Loks var það Agnieszka Sosnowska og bók henn­ar FÖR sem fékk viður­kenn­ingu fyr­ir út­gefið efni.

Verðlaun­in voru af­hent í átt­unda sinn í Iðnó í kvöld en að baki verðlaun­un­um stend­ur mynd­list­ar­ráð og er mark­mið verðlaun­anna að vekja at­hygli á því sem vel var gert á sviði mynd­list­ar á liðnu ári. Í dóm­nefnd voru Ásdís Spanó, Guðrún Erla Geirs­dótt­ir, Ingólf­ur Arn­ars­son, Mar­grét Áskels­dótt­ir og Sigþóra Óðins.

Pétur Thomsen fagnar.
Pét­ur Thomsen fagn­ar. Ljós­mynd/​sunday­andwhitestudio
Helena Margrét Jónsdóttir fékk hvatningarverðlaun.
Helena Mar­grét Jóns­dótt­ir fékk hvatn­ing­ar­verðlaun. Ljós­mynd/​sunday­andwhitestudio



Úr rök­stuðningi dóm­nefnd­ar:

Pét­ur Thomsen

„Sýn­ing­in Land­nám er lang­tíma-ljós­mynda­verk þar sem Pét­ur tek­ur fyr­ir sam­býli manns og nátt­úru frá sjón­ar­hóli ójafn­væg­is og áverka á jörðinni eft­ir um­gang og fram­kvæmd­ir. Í verk­un­um má sjá rask á nátt­úr­unni, líkt og sár eða rof í jarðvegi og merki um skeyt­ing­ar­leysi í um­gengni mann­fólks, sem listamaður­inn staldr­ar við og varp­ar ljósi á. Í aðalsal Hafn­ar­borg­ar voru sýnd­ar inn­rammaðar ljós­mynd­ir án glers sem minntu á mál­verk á striga. Sum­ar voru í yf­ir­stærð en einnig mátti finna verk sem voru sam­sett úr mörg­um ljós­mynd­um og mynduðu eina heild.

Fram­setn­ing­in kall­ar á nær­veru áhorf­and­ans og íhug­un með lista­mann­in­um um þann boðskap sem hann vill færa fram: áminn­ingu um áhrif manns­ins á um­hverfi sitt sem hef­ur leitt af sér hlýn­un jarðar og nátt­úru­vá. Sýn­ing­in í heild ork­ar sem eins kon­ar ákall, svo óhjá­kvæmi­legt er að spegla áhrif eig­in til­vist­ar og til­veru á lif­andi heim.

Mat dóm­nefnd­ar er að Land­nám sé ein­stak­lega vel út­færð sýn­ing, frá fram­kvæmd til fram­setn­ing­ar verk­anna og að í henni megi skynja vit­und um nátt­úr­una og um­hyggju fyr­ir henni. Með djúpri þekk­ingu á ljós­mynda­miðlin­um fang­ar Pét­ur Thomsen í verk­um sín­um inn­tak og hug­mynda­fræði sem á sýn­ing­unni um­hverf­ist í sam­tal við áhorf­and­ann á áhrifa­rík­an hátt.“

Sýning Péturs, Landnám, í Hafnarborg.
Sýn­ing Pét­urs, Land­nám, í Hafn­ar­borg. mbl.is/​Eyþór

Helena Mar­grét Jóns­dótt­ir

„Helena Mar­grét hef­ur verið virk á sýn­ing­ar­vett­vangi hér á landi og er­lend­is frá því að hún lauk námi. Hún hélt einka­sýn­ingu í D-sal Hafn­ar­húss, Lista­safni Reykja­vík­ur árið 2023, Al­veg eins og al­vöru, þar sem mynd­efnið var eft­ir­lík­ing­ar af hlut­um. Hún hélt einnig einka­sýn­ing­una Þú get­ur ekki fest þig í þínum eig­in vef í Ásmund­ar­sal árið 2022, þar sem kóngu­lær í ýms­um stærðum og við ólík­ar aðstæður fönguðu at­hygli áhorf­and­ans. Hún hef­ur einnig vakið verðskuldaða at­hygli víða er­lend­is, meðal ann­ars í Mílanó, London og Pek­ing.

Í verk­um sín­um beit­ir hún eig­in­leik­um mál­verks­ins til að líkja eft­ir hvers­dags­leg­um og ímynduðum veru­leika af mik­illi ná­kvæmni. Viðfangs­efni henn­ar eru oft fyr­ir­bæri sem hún finn­ur í um­hverf­inu eða hinum sta­f­ræna heimi og tefl­ir hún þeim sam­an á óhefðbund­inn og oft af­bakaðan hátt. Smá­vægi­leg­ar beygl­ur á dós eða kóngu­ló í sleiki­brjóstsykri nær að fanga and­ar­takið og hægja á tíma og rúmi. Hún vís­ar til mynd­máls skjás­ins þar sem skór, snakk eða hvít­víns­glas er málað á ein­lit­an vídd­ar­laus­an bak­grunn, þar sem sjást hvergi skugg­ar né lit­brigði. Hún kall­ar fram hug­hrif um það sem telst girni­legt og tært en á sama tíma óþægi­legt og skrítið.

Mat dóm­nefnd­ar er að mál­verk Helenu Mar­grét­ar Jóns­dótt­ur séu for­vitni­leg og slái áhuga­verðan tón í mynd­list­inni. Verk henn­ar eru vönduð og kyrr­lát en á sama tíma með ný­stár­leg­an und­ir­tón sem virkj­ar ímynd­un­ar­aflið og fær­ir áhorf­and­ann inn í draum­kennd­an hug­ar­heim. Helena Mar­grét svipt­ir hul­unni af hefðbund­inni birt­ing­ar­mynd hvers­dags­legra hluta í mál­verki á afar sann­fær­andi hátt.“

Helena Margrét lærði myndlist á Íslandi og í Hollandi.
Helena Mar­grét lærði mynd­list á Íslandi og í Hollandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Erró

„Heiður­sviður­kenn­ingu mynd­list­ar­ráðs árið 2024 hlýt­ur Erró, öðru nafni Guðmund­ur Guðmunds­son, fædd­ur í Ólafs­vík árið 1932. Erró er í fremstu röð mynd­list­ar­manna sem Ísland hef­ur átt og hlýt­ur viður­kenn­ingu fyr­ir höf­und­ar­verk sitt á ferli sem spann­ar rúm­lega sex ára­tugi og er ein­stakt í ís­lensku og alþjóðlegu sam­hengi. Verk Er­rós eru þekkt fyr­ir myndauðgi og hon­um hef­ur verið lýst sem rán­dýri og „gráðugum neyt­anda mynd­efn­is“ sem vís­ar til þeirr­ar vinnuaðferðar hans að nota fundn­ar mynd­ir af öllu tagi frá ýms­um menn­ing­ar­heim­um sem hann safn­ar, flokk­ar og end­ur­nýt­ir í upp­röðun án stig­veld­is. Erró hef­ur ein­stakt auga fyr­ir sam­setn­ing­um, en hafn­ar hug­mynd­inni um lista­mann­inn sem snill­ing og frum­skap­anda. Upp­runa­leg rót­tækni hans felst í vilj­an­um til að taka mynd­list­ina niður af stalli hálist­ar­inn­ar með notk­un á alþýðlegu mynd­máli. Hann var ung­ur maður sinn­ar samtíðar og hef­ur haldið áfram að end­ur­nýja sig allt til þessa dags. [...]

Erró hef­ur sjálf­ur lýst sér sem mynda­smið sem not­ar hrá­efni frá öðrum, en alltaf á þann hátt að hægt sé að þekkja fyr­ir­mynd­irn­ar. Á átt­unda ára­tugn­um voru verk hans oft með háðsleg­um póli­tísk­um und­ir­tón, en í þeim mátti einnig finna hin fjöl­breyti­leg­ustu viðfangs­efni um mál­efni úr sögu og sam­tíma sem vísa í ýms­ar átt­ir og hægt er að flokka í aðskild­ar serí­ur. Verk Er­rós hafa verið sett í flokk með popp­list, súr­real­isma og fíg­úra­tífa mál­verk­inu en þau sleppa und­an slík­um skil­grein­ing­um.

Verk Er­rós eru í sí­felldri end­ur­nýj­un sem tek­ur mið af nýju hrá­efni. Þegar litið er til baka má í eldri verk­um Er­rós og vinnuaðferðum sjá fyr­ir­boða um póst­mód­ern­íska end­ur­blönd­un og gagn­rýni á ný­lendu­stefnu Vest­ur­landa en einnig birt­ing­ar­mynd­ir flæðis mynd­efn­is af öll­um toga þar sem allt ger­ist sam­tím­is alls staðar.

Mál­verk Er­rós afmá alla til­finn­ingu fyr­ir tíma og rúmi en eru á sama tíma speg­ill sam­tím­ans og sög­unn­ar, ekki síst lista­sög­unn­ar, þar sem verk fortíðar­inn­ar eru dreg­in fram og sett í nýtt sam­hengi. Erró hef­ur á ferli sín­um lagt sig fram um að nota mynd­mál sem all­ir geta skilið og notað miðla sem all­ir geta nálg­ast. Erró hef­ur þrátt fyr­ir ára­tuga bú­setu í Par­ís viðhaldið sterk­um tengsl­um við Ísland í gegn­um safn verka og einka­skjala sem hann ánafnaði Reykja­vík­ur­borg árið 1989. Þá hef­ur Erró stutt við ung­ar ís­lensk­ar mynd­list­ar­kon­ur í gegn­um sjóð sem stofnaður var til minn­ing­ar um Guðmundu S. Krist­ins­dótt­ur, móður­syst­ur hans, árið 1997," seg­ir í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar.

Erró var heiðraður fyrir einstakt framlag til íslenskrar myndlistar.
Erró var heiðraður fyr­ir ein­stakt fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar. Ljós­mynd/​Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell