Voru skilin þegar hann fannst látinn

Jeff Baena ásamt Aubrey Plaza.
Jeff Baena ásamt Aubrey Plaza. Ljósmynd/AFP

Leik­kon­an Aubrey Plaza og eig­inmaður henn­ar heit­inn, leik­stjór­inn Jeff Baena, höfðu verið aðskil­in í fjóra mánuði þegar hann fannst lát­inn á heim­ili sínu í Los Ang­eles þann 3. janú­ar síðastliðinn.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu frá dán­ar­dóm­stjóra í Los Ang­eles.

Baena og Plaza fóru hvort í sína átt­ina í sept­em­ber.

Plaza staðfesti skilnað þeirra í síma­sam­tali við lög­reglu dag­inn sem Baena fannst lát­inn, en hún var þá flutt til New York. 

Leik­kon­an tjáði sig um and­lát Baena í yf­ir­lýs­ingu sem send var á Page Six ör­fá­um dög­um eft­ir and­látið.

„Þetta er ólýs­an­leg­ur harm­leik­ur. Við þökk­um fyr­ir veitt­an stuðning og hlýhug í okk­ar garð. Við biðjum ykk­ur að virða friðhelgi einka­lífs­ins á þess­um erfiðu tím­um,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá Plaza og fjöl­skyldu Baena.

Plaza og Baena gengu í hjóna­band á heim­ili sínu árið 2020 eft­ir tíu ára sam­band. 

Hans fyrsta mynd, Life Af­ter Beth, kom út árið 2014 og lék Plaza eitt af aðal­hlut­verk­um mynd­ar­inn­ar.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhugamálum með þér. Það hefur aldrei stöðvað þig að hræðast það sem koma skal.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhugamálum með þér. Það hefur aldrei stöðvað þig að hræðast það sem koma skal.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir