Fengu bráðabirgðalögbann á birtingu niðurstaðna úr krufningu

Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust á heimili …
Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust á heimili sínu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. AFP/Hector Mata

Fjöl­skylda banda­ríska stór­leik­ar­ans Gene Hackm­an hef­ur lagt fram beiðni til að koma í veg fyr­ir op­in­bera birt­ingu á niður­stöðum úr krufn­ingu leik­ar­ans og eig­in­konu hans, pí­anó­leik­ar­ans Betsy Arakawa, ásamt frek­ari niður­stöðum rann­sókn­ar lög­reglu á and­láti hjón­anna og ljós­mynd­um sem tekn­ar voru á heim­ili þeirra.

Hackm­an og Arakawa fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um í lok fe­brú­ar.

Í beiðninni kem­ur fram að Hackm­an og Arakawa lifðu ró­legu lífi og kusu að halda einka­lífi sínu utan sviðsljóss­ins, sér­stak­lega eft­ir að Hackm­an lagði leik­ara­skóna á hill­una árið 2004.

Fjöl­skylda Hackm­an vill með þessu virða rétt sinn og þeirra til friðhelgi.

Held­ur óvenju­leg beiðni

Að sögn heim­ilda­manns The U.S. Sun þá er ansi óal­gengt að aðstand­end­ur reyni að koma í veg fyr­ir birt­ingu á niður­stöðum rétt­ar­lækn­is.

„Að reyna að koma í veg fyr­ir birt­ingu á krufn­ing­ar­skýrslu er ansi óvenju­legt, þetta er eitt­hvað sem ég hef aldrei upp­lifað áður,” sagði ónefnd­ur heim­ildamaður í sam­tali við blaðamann The U.S. Sun.

„Það er al­gengt að fjöl­skyld­ur frægra ein­stak­linga reyni að koma í veg fyr­ir birt­ingu á ljós­mynd­um en ekki á niður­stöðum rétt­ar­lækn­is.”

Fengu bráðabirgðabann

Ju­lia Peters, full­trúi dán­ar­bús Hackm­an og Arakawa, hvatti héraðsdóm­stól í Santa Fe til að inn­sigla skjöl­in til að vernda einka­líf fjöl­skyld­unn­ar og lagði sér­staka áherslu á slá­andi eðli ljós­mynda og mynd­banda og mögu­leik­ann á dreif­ingu þeirra af hálfu fjöl­miðla.

Dóm­ari í Santa Fe lagði bráðabirgðalög­bann á birt­ingu niðurstaðna og annarra gagna lög­reglu og skrif­stofu rétt­ar­meina­fræðings.

Lík hjón­anna sýndu bæði merki um niður­brot.

Hackm­an, sem var 95 ára og með hjarta­sjúk­dóm og Alzheimers-sjúk­dóm­inn, og Arakawa, sem var 65 ára, fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um í lok fe­brú­ar.

Lík hjón­anna sýndu bæði merki um niður­brot. And­lit Arakawa var uppþembt og hend­ur henn­ar og fæt­ur byrjuð að rotna.

Banda­ríski stór­leik­ar­inn dó af nátt­úru­leg­um or­sök­um, lík­lega um viku á eft­ir eig­in­konu sinni, og gerði sér, sam­kvæmt sér­fræðing­um, sök­um heila­bil­un­ar, ekki grein fyr­ir því að eig­in­kona hans væri lát­in.

Arakawa lést af völd­um hanta­veiru, sjald­gæf­um sjúk­dómi sem berst úr nag­dýr­um í menn.

Einn af hund­um hjón­anna fannst einnig dauður ná­lægt Arakawa. Tveir aðrir hund­ar hjón­anna voru enn á lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell