Kærasta Liams Payne deilir síðustu minningum þeirra

Kate Cassidy var mikið niðri fyrir þegar hún skoðaði kjólinn …
Kate Cassidy var mikið niðri fyrir þegar hún skoðaði kjólinn sem hún klæddist með Liam Payne mánuði fyrir andlát hans. Skjáskot/Instagram

Kate Cassi­dy, kær­asta Liams Payne heit­ins, fyrr­ver­andi söngv­ara One Directi­on sem lést í Arg­entínu á síðasta ári, deildi ný­verið TikT­ok-mynd­bandi þar sem hún fór yfir síðustu minn­ing­ar þeirra sam­an.

Í mynd­band­inu seg­ist hún vera að fara í gegn­um eig­ur sín­ar og tek­ur upp gul­an kjól úr pappa­kassa sem hún klædd­ist þegar þau Payne mættu sam­an í brúðkaup í Par­ís 2024.

„Þessi kjóll fær­ir mér svo mikla hugg­un og ró,“ seg­ir hún grát­andi.

Cassi­dy og Payne ferðuðust sam­an til Frakk­lands í sept­em­ber í fyrra til að vera viðstödd brúðkaupið, en það var ein­ung­is ein­um mánuði fyr­ir and­lát hans. Í mynd­band­inu dreg­ur hún einnig upp hvíta hæla­skó sem hún skartaði í veisl­unni og hæl­arn­ir á skón­um eru gjör­eydd­ir enda dönsuðu þau allt kvöldið.

Payne lést eft­ir að hafa fallið fram af svöl­um hót­el­her­berg­is síns í októ­ber. Rann­sókn lög­reglu hef­ur m.a. leitt í ljós að hann hafi haft áfengi við hönd í fé­lags­skap vændis­k­venna stuttu fyr­ir and­látið. 

Fimm ein­stak­ling­ar hafa verið ákærðir í mál­inu, þar af tveir starfs­menn hót­els­ins sem sakaðir eru um að hafa út­vegað hon­um fíkni­efni.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant