Sagði skilið við Bakkus og tók heilsuna föstum tökum

Arron Crascall hefur náð frábærum árangri.
Arron Crascall hefur náð frábærum árangri. Samsett mynd

Ein vin­sæl­asta sam­fé­lags­miðlastjarna Breta, Arron Crascall, hef­ur tekið líf sitt í gegn að und­an­förnu og bætt heilsu sína til mik­illa muna.

Crascall, 42 ára, hef­ur verið iðinn við að sýna frá heilsu­ferðalagi sínu á sam­fé­lags­miðlum síðustu mánuði, bæði til að halda sér gang­andi og hvetja aðra í sömu stöðu.

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an, sem stát­ar af ríf­lega 14 millj­ón fylgj­end­um á Face­book, hef­ur skafið af sér hátt í 30 kíló frá því hann sagði skilið við Bakkus fyr­ir rétt tæpu einu og hálfu ári síðan.

Dug­leg­ur í rækt­inni

Crascall hef­ur sömu­leiðis verið dug­leg­ur að taka á því í rækt­inni og birt­ir reglu­lega húm­orísk mynd­skeið sem sýna frá líf­inu í lík­ams­rækt­ar­stöðinni.

Hann er einnig mik­ill sundmaður og eyðir ófá­um stund­um á svamli í laug­inni, en sund er mjög góð lík­ams­rækt, þjálf­ar alla helstu vöðva og held­ur lík­am­an­um lipr­um.

Crascall tók jafn­framt til í mataræðinu, minnkaði pizzu­át, og fylg­ir nú svo­kölluðu kjöt­fæði (e. carni­vore diet) og neyt­ir því aðallega kjöts, mjólk­ur­vara og eggja.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell