Brooke Candy gengur til liðs við OnlyFans

Candy ólst upp í úthverfi Los Angeles og er dóttir …
Candy ólst upp í úthverfi Los Angeles og er dóttir Tom Candy, fyrrverandi fjármálastjóra klámtímaritsins Hustler. Skjáskot/Instagram

Tón­list­ar­kon­an Brooke Can­dy, sem samdi eitt lag­anna í Óskar­sverðlauna­mynd­inni Anora, hef­ur gengið til liðs við On­lyF­ans.

Can­dy ólst upp í út­hverfi Los Ang­eles og er dótt­ir Tom Can­dy, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra klám­tíma­rits­ins Hust­ler og barna­hjúkr­un­ar­fræðings. For­eldr­ar henn­ar skildu þegar hún var átta ára og í barnæsku er Can­dy sögð hafa varið mikl­um tíma á skrif­stofu Larry Flynts, for­stjóra Hust­ler. Hún var kom­in í neyslu fíkni­efna við tólf ára ald­ur.

Can­dy hef­ur t.a.m. starfað með söng­kon­un­um Charli XCX og Gri­mes, sem einnig er ein af barn­s­mæðrum Elons Musks. Í ný­legu viðtali við Washingt­on Post sagði Can­dy, sem stát­ar af mjög fram­andi út­liti, að pend­úll heims­ins væri að sveifl­ast til baka í átt að viðundr­um, en fólk kysi laga­texta sem væru af­hjúp­andi og ann­ars kon­ar tján­ingu þar sem kyn­líf er í for­grunni.

Hægt er að segja að Candy sé ekki með þetta …
Hægt er að segja að Can­dy sé ekki með þetta dæmi­gerða út­lit. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hæst­ánægð með nýj­an kafla

Líkt og seg­ir á Page Six, er varla hægt að hafa eft­ir text­ann úr lagi Can­dy, Drip, sem er eitt lag­anna í kvik­mynd­inni Anora.

„Með þess­um nýja kafla á On­lyF­ans hef ég loks rými til að deila sýn minni frjáls­lega, án þess að vera gagn­rýnd. Í mörg ár hef ég þurft að tipla í kring­um rit­skoðun í um­hverfi sem var ekki hannað fyr­ir lista­menn eins og mig, sem fara út fyr­ir ramm­ann, fagna kyn­hneigð og ýta á list­ræn mörk. Ég hef aldrei verið sú sem sam­ræm­ist eða þynn­ir út list­sköp­un­ina til að falla inn­an marka ein­hvers ann­ars.“

Can­dy seg­ist hafa unnið að ímynd sinni, ásamt teymi, til að skapa eitt­hvað al­veg sér­stakt og seg­ist spennt að sýna fólki hvað hún hafi að bjóða, sem er miklu held­ur upp­lif­un frek­ar en aðeins efni.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Brooke Can­dy (@brookecan­dy)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell