Hafnaboltakappi syrgir ungan son sinn

Miller Gardner lést á föstudag aðeins 14 ára gamall.
Miller Gardner lést á föstudag aðeins 14 ára gamall. Samsett mynd

Fyrr­ver­andi hafna­boltamaður­inn Brett Gardner og eig­in­kona hans, Jessica Gardner, staðfestu í yf­ir­lýs­ingu sem birt­ist á sam­fé­lags­miðlasíðu New York Yan­kees á sunnu­dag að ung­ur son­ur þeirra væri lát­inn, 14 ára að aldri.

Ekk­ert er vitað með dánar­or­sök að svo stöddu.

„Það er með mik­illi sorg í hjarta að við fjöl­skyld­an til­kynn­um and­lát yngri son­ar okk­ar, Miller.

Hann var aðeins 14 ára gam­all og tek­inn frá okk­ur allt of snemma eft­ir að hafa veikst skyndi­lega ásamt fleiri fjöl­skyldumeðlim­um í fríi. Við erum með marg­ar spurn­ing­ar en lítið um svör, en við vit­um að hann lést friðsam­lega í svefni að morgni föstu­dags,“ seg­ir meðal ann­ars.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er Miller lýst sem ljúf­um dreng með smit­andi bros og ein­staka nær­veru. Helstu áhuga­mál hans voru íþrótt­ir og fisk­veiðar.

Gardner, 41 árs, var leikmaður New York Yan­kees all­an sinn at­vinnu­fer­il og lagði skóna á hill­una eft­ir 14 far­sæl tíma­bil árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell