Tiger Woods opinberar ástina

Tiger Woods og Vanessa Trump.
Tiger Woods og Vanessa Trump. Samsett mynd

Tiger Woods, fræg­asti kylf­ing­ur allra tíma, og Vanessa Trump, fyrr­ver­andi tengda­dótt­ir Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, hafa nú op­in­berað ástar­sam­band sitt á sam­fé­lags­miðlum.

Woods birti fal­leg­ar mynd­ir af sér og Trump á sam­fé­lags­miðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, í gær­dag.

„Ástin er í loft­inu og lífið er betra með þér. Við hlökk­um til að ganga sam­an í gegn­um lífið,” skrifaði Woods er hann óskaði eft­ir næði að svo stöddu.

Woods, 49 ára, og Trump, 47 ára, hafa reynt allt til að halda sam­bandi sínu frá vök­ul­um aug­um fjöl­miðla síðustu mánuði, en ást­ar­b­loss­inn er sagður hafa kviknað í lok nóv­em­ber, í kring­um þakk­ar­gjörðar­hátíðina.

Woods var kvænt­ur sænsku fyr­ir­sæt­unni Elin Nor­degren á ár­un­um 2004 til 2010. Þekkt er að upp úr hjóna­bandi þeirra slitnaði eft­ir að Woods varð upp­vís að ít­rekuðu fram­hjá­haldi árið 2009. Sam­an eiga þau tvö börn.

Trump var gift Don­ald Trump Jr. á ár­un­um 2005 til 2018. Þau eiga fimm börn.

Tiger Woods deildi tveimur myndum af parinu.
Tiger Woods deildi tveim­ur mynd­um af par­inu. Skjá­skot/​X
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant