Binni Glee vissi ekki að mennirnir væru giftir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Grindr [hinseg­in smá­for­ritið] er bara fullt af gaur­um sem eru í skápn­um eða eru gift­ir eða í sam­bandi,“ sagði raun­veru­leika­stjarn­an og áhrifa­vald­ur­inn, Binni Glee, í nýj­asta hlaðvarpsþætti Veisl­unn­ar. 

    Í þætt­in­um ræddi Binni um menn­ina sem eru skráðir í stefnu­móta­app­inu Grindr.

    „Það eru eig­in­lega bara einu gæj­arn­ir sem tala við mig,“ seg­ir hann og bæt­ir við að sam­skipt­in séu alla jafna „discreet“, þ.e. nafn­laus og án mynda.

    „Ég veit ekki einu sinni hvað þeir heita enn þá,“ seg­ir hann. 

    Aðspurður hvort hann hafi sjálf­ur lent í því að hitta menn sem haldi einka­lífi sínu földu, svar­ar Binni því ját­andi.

    Hann lýs­ir því að hafa átt fjöl­mörg stefnu­mót við menn sem segj­ast vera gagn­kyn­hneigðir og jafn­vel í sam­bandi við kon­ur án þess að hann hafi áttað sig á því fyrr en eft­ir á.

    „Ég hef al­veg hitt gaura sem ég veit ekki einu sinni enn hvað heita í dag,“ seg­ir Binni. Hann bæt­ir við að stund­um rek­ist hann síðar á þessa ein­stak­linga í bæn­um, þar sem þeir eru með kær­ust­unni sinni.

    „Og ég bara: ó...“ seg­ir hann og tek­ur fram að hann heilsi þá ekki.

    Binni tel­ur þá sem fari leynt með kyn­hneigð sína vera miklu fleiri en fólk geri sér al­mennt grein fyr­ir.

    „[Það er] miklu, miklu meira, ógeðslega mikið,“ seg­ir hann.
    Hlaðvarpið Veisl­an er í um­sjón þeirra Gústa B, Sigga Bond & Guggu í gúmmíbát.

    Hægt er að horfa eða hlusta á þátt­inn hér fyr­ir neðan: 

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Vatnsberi

    Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Sofie Sar­en­brant
    2
    Erla Sesselja Jens­dótt­ir
    3
    Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
    4
    Jill Man­sell
    5
    Unni Lindell
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Vatnsberi

    Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Sofie Sar­en­brant
    2
    Erla Sesselja Jens­dótt­ir
    3
    Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
    4
    Jill Man­sell
    5
    Unni Lindell