Heiðrar minningu unnusta síns

Shayanna Jenkins er dugleg að minnast unnusta síns, Aaron Hernandez.
Shayanna Jenkins er dugleg að minnast unnusta síns, Aaron Hernandez. Skjáskot/Instagram

Shay­anna Jenk­ins, unn­usta NFL-leik­manns­ins, Aaron Hern­and­ez heit­ins, heiðrar minn­ingu hans með fal­leg­um mynd­um af hon­um og dótt­ur þeirra.

Hern­and­ez framdi sjálfs­víg fyr­ir tæp­um átta árum, aðeins 27 ára, þar sem hann sat í fang­elsi og afplánaði lífstíðardóm fyr­ir morð.

Jenk­ins setti mynd af tólf ára dótt­ur þeirra Hern­and­ez, Avielle, í kirkju þar sem hún hafði skeytt við mynd af Hern­and­ez sem tek­in var 2012.

Eft­ir and­lát Hern­and­ez hef­ur Jenk­ins reglu­lega sett inn færsl­ur á sam­fé­lags­miðla til að minn­ast unn­usta síns, sem lék með New Eng­land Pat­riots á ár­un­um 2010-2012. „Þú yf­ir­gafst þenn­an heim en ekki hjarta mitt,“ skrifaði Jenk­ins á In­sta­gram árið 2022, ásamt því að deila nokkr­um fjöl­skyldu­mynd­um.

Hern­and­ez fannst lát­inn í klefa sín­um í Massachusetts ör­ygg­is­fang­els­inu í apríl 2017 þar sem hann afplánaði lífstíðardóm fyr­ir morðið á fót­bolta­mann­in­um Odin Lloyd, kær­asta syst­ur Jenk­ins, Shaneah Jenk­ins.

Þess má geta að gefn­ir voru út heim­ildaþætt­irn­ir á Net­flix, Killer Insi­de: The Mind of Aaron Hern­and­ez (2020), sem fjalla um Hern­and­ez og morðmálið.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell