Ivanka Trump segir sambandið „holu í höggi“

Jared Kushner og Ivanka Trump 4. mars.
Jared Kushner og Ivanka Trump 4. mars. SAUL LOEB / AFP

Eft­ir að golf­goðsögn­in Tiger Woods op­in­beraði sam­band sitt og Vanessu Trump, sem áður var gift Don­ald Trump Jr., deildi Ivanka Trump því hve mikið hún sam­gleðst fyrr­ver­andi mág­konu sinni.

Í at­huga­semd við færslu Tigers, skrif­ar Ivanka: „Svo ánægð fyr­ir hönd ykk­ar beggja!“

Í færsl­unni sem Tiger deildi í gær seg­ist hann spennt­ur fyr­ir þeim æv­in­týr­um sem blasi við þeim tur­tildúf­um í framtíðinni, ásamt því að birta tvær mynd­ir af þeim sam­an, eina þar sem þau standa þétt upp við hvort annað og aðra þar sem Vanessa hvíl­ir höfuðið á bring­unni á hon­um.

Stuttu síðar deildi Vanessa færslu Tigers í In­sta­gram-sögu sinni.

Aðeins nokkr­um dög­um áður kepptu Charlie Woods, sex­tán ára son­ur Tiger og Elin­ar Nor­degren, og sautján ára dótt­ir Vanessu og Don­alds Jr., Kai Trump, á sama golf­móti, Juni­or In­vitati­onal, í Sage Valley-golf­klúbbn­um í Suður-Karólínu.

Tiger og Elin eiga einnig dótt­ur­ina Sam, sem er sautján ára. Vanessa og Don­ald Jr., sem skildu árið 2018, eiga einnig Don­ald III, sex­tán ára, Trist­an, þrett­án ára, Spencer, tólf ára, og Chloe, tíu ára.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell