Graydon Carter, fyrrverandi ritstjóri Vanity Fair, segir í samtali við Page Six að hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, hafi haldið að hún prýddi forsíðu tímaritsins árið 2017 vegna góðgerðarmála.
Svo var raunin ekki, að sögn Carters, en tilgangur forsíðuviðtalsins var Harry Bretaprins og var þetta eitt af hans síðustu viðtölum áður en hann lét af störfum sem ritstjóri tímaritsins.
Carter segist ekki hafa haft hugmynd um hver Markle væri og fannst hálftilgangslaust að tekið yrði viðtal við hana. Blaðamaðurinn svaraði um hæl og sagði hana ætla að giftast Harry prins.
Þegar Markle mætti í viðtalið runnu á hana tvær grímur og hún á að hafa agnúast yfir að viðtalið snerist um Harry prins en ekki góðgerðasamtök og góðgerðamálefni sem hún stóð að.
Harry og Markle byrjuðu saman árið 2016, trúlofuðu sig um það leyti sem viðtalið var gefið út og giftu sig ári síðar.