Ofurfyrirsætan Vittoria Ceretti opnaði sig í viðtali við franska Vogue á dögunum um ástarsamband þeirra Leonardo DiCaprio. Cerretti prýðir forsíðu apríl-útgáfu tímaritsins.
Parið hefur verið ansi fámált um sambandið undanfarin ár og reynt að halda sér frá sviðsljósinu. Í viðtalinu sagði hún að mikilvægt væri að horfa fram á við í stað þess að horfa til baka. Þar átti hún við að fólk væri mikið að tala um og bera hana saman við fyrrverandi kærustur leikarans.
„Ef tilfinningarnar eru raunverulegar, ef þið elskið hvort annað, þá er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Ástin verndar og gefur manni sjálfstraust,“ sagði Ceretti.
Cerretti er 24 árum yngri en leikarinn en ein þekktasta kvikmynd DiCaprio, Titanic, er einu ári eldri en Cerreti. Dicaprio hefur verið sagður einn helsti kvennabósinn í Hollywood og hefur slegið sér upp með þekktum leikkonum og fyrirsætum í gegnum tíðina. Leikarinn er þekktur fyrir að slíta samböndum sínum þegar kærustur hans ná 25 ára aldri. Samband þeirra Ceretti og DiCaprio hefur þó enst lengur en margir spáðu fyrir um.
Ceretti er ein þekktasta ofurfyrirsæta í heimi og hefur verið starfandi í þeim geira frá fjórtán ára aldri. Hún segist samt mjög meðvituð um það að margir viti þekki hana vegna sambandsins við leikarann.
„Um leið og þú ferð í samband við einstakling sem er þekktari en þú þá verður maður sjálfkrafa þekktur fyrir það. Það getur verið ótrúlega pirrandi. Allt í einu er farið að tala um þig sem kærustu einhvers og bera saman við fyrrverandi kærustur.“
Hún væri til í losna við það að vera aðeins þekkt sem kærasta stjörnunnar.