Opnar sig um sambandið við DiCaprio

Vittoria Ceretti er ítölsk ofurfyrirsæta.
Vittoria Ceretti er ítölsk ofurfyrirsæta. Samsett mynd/Afp

Of­ur­fyr­ir­sæt­an Vitt­oria Cer­etti opnaði sig í viðtali við franska Vogue á dög­un­um um ástar­sam­band þeirra Leon­ar­do DiCaprio. Cer­retti prýðir forsíðu apríl-út­gáfu tíma­rits­ins.

Parið hef­ur verið ansi fá­mált um sam­bandið und­an­far­in ár og reynt að halda sér frá sviðsljós­inu. Í viðtal­inu sagði hún að mik­il­vægt væri að horfa fram á við í stað þess að horfa til baka. Þar átti hún við að fólk væri mikið að tala um og bera hana sam­an við fyrr­ver­andi kær­ust­ur leik­ar­ans.

„Ef til­finn­ing­arn­ar eru raun­veru­leg­ar, ef þið elskið hvort annað, þá er eng­in ástæða til að hafa áhyggj­ur. Ástin vernd­ar og gef­ur manni sjálfs­traust,“ sagði Cer­etti.

Þekkt vegna DiCaprio

Cer­retti er 24 árum yngri en leik­ar­inn en ein þekkt­asta kvik­mynd DiCaprio, Tit­anic, er einu ári eldri en Cer­reti. Dicaprio hef­ur verið sagður einn helsti kvenna­bós­inn í Hollywood og hef­ur slegið sér upp með þekkt­um leik­kon­um og fyr­ir­sæt­um í gegn­um tíðina. Leik­ar­inn er þekkt­ur fyr­ir að slíta sam­bönd­um sín­um þegar kær­ust­ur hans ná 25 ára aldri. Sam­band þeirra Cer­etti og DiCaprio hef­ur þó enst leng­ur en marg­ir spáðu fyr­ir um. 

Cer­etti er ein þekkt­asta of­ur­fyr­ir­sæta í heimi og hef­ur verið starf­andi í þeim geira frá fjór­tán ára aldri. Hún seg­ist samt mjög meðvituð um það að marg­ir viti þekki hana vegna sam­bands­ins við leik­ar­ann.

„Um leið og þú ferð í sam­band við ein­stak­ling sem er þekkt­ari en þú þá verður maður sjálf­krafa þekkt­ur fyr­ir það. Það get­ur verið ótrú­lega pirr­andi. Allt í einu er farið að tala um þig sem kær­ustu ein­hvers og bera sam­an við fyrr­ver­andi kær­ust­ur.“

Hún væri til í losna við það að vera aðeins þekkt sem kær­asta stjörn­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell