Fyrrverandi eiginkona Arnolds Schwarzeneggers, Maria Shriver, deilir skilnaðarferlinu og taugaveikluninni sem það olli í nýrri bók, I am Maria.
Shriver og Schwarzenegger eiga saman fjögur uppkomin börn, Katherine, 35 ára, Christinu, 33 ára, Patrick, 31 árs, og Christopher, 27 ára. Schwarzenegger, sem flestir þekkja úr Terminator-kvikmyndunum, starfaði einnig sem ríkisstjóri Kaliforníufylkis 2003-2011. Shriver og Schwarzenegger voru í hjónabandi árin 1986-2021.
Þau skildu eftir 25 ár, aðeins stuttu áður en Schwarzenegger viðurkenndi faðerni Joseph Baena sem hann eignaðist með húshjálpinni Mildred Patty Baena.
„Ég var þjökuð af sorg, reiði, ótta og kvíða,“ viðurkennir Shriver. „Ég var ekki lengur viss um hver ég væri, hvar ég ætti heima. Satt að segja var þetta ljótt og ég var dauðhrædd.“
Hún þurfti að yfirstíga óttann við að missa orðstírinn um hina fullkomnu amerísku fjölskyldu. Hún leitaði aðstoðar fjölda sérfræðinga og komst að því að ein leið til að komast yfir sorgina var að semja ljóð.