Aðdáendur Laufeyjar bíða spenntir eftir nýju lagi

Laufey Lín Bing Jónsdóttir.
Laufey Lín Bing Jónsdóttir. Ljósmynd/Chanel

Söng­kon­an ást­sæla Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir er að senda frá sér nýtt lag, titlað Sil­ver Lin­ing, þann 3. apríl næst­kom­andi.

Lauf­ey til­kynnti um út­gáfu lags­ins á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um og birti skemmti­legt mynd­skeið af sér að syngja, eða öllu held­ur að mæma, hluta af lag­inu með mik­illi inn­lif­un. Í stað míkra­fóns þá not­ar hún ein­hvers kon­ar grip, styttu eða verðlauna­grip, sem virðist virka vel.

Aðdá­end­ur söng­kon­unn­ar voru ansi hrifn­ir af nýja laga­bútn­um og flutn­ingi söng­kon­unn­ar, sem sveif um stofugólfið, ef marka má at­huga­semd­ir sem ritaðar voru við færsl­una, en hátt í 300.000 manns hafa lækað við mynd­skeiðið á aðeins tveim­ur dög­um.

Nokkr­ir aðdá­end­ur Lauf­eyj­ar hafa einnig deilt sams kon­ar mynd­skeiðum af sér að syngja og dansa líkt og hún ger­ir og því aug­ljóst að eft­ir­vænt­ing­in er mik­il.

Lauf­ey hef­ur deilt þó nokkr­um mynd­skeiðum af aðdá­end­um sín­um í story á In­sta­gram.

Verðskuldaður ár­ang­ur

Árið hef­ur farið ansi vel af stað hjá Lauf­eyju.

Þann 6. janú­ar síðastliðinn fagnaði söng­kon­an eins árs sam­bandsaf­mæli henn­ar og kær­asta henn­ar, Charlie Christie. Í til­efni þess birti hún krútt­leg­ar para­mynd­ir í story á In­sta­gram-síðu sinni.

Í lok fe­brú­ar var hún á lista Time yfir þær kon­ur sem hafa skarað fram úr á sínu sviði.

Í um­fjöll­un tíma­rits­ins var bent á að Lauf­ey væri hugs­an­lega eini tón­list­armaður­inn í heim­in­um sem fengi aðdá­end­ur til að end­ur­taka djass-skaut­sóló­in sín ná­kvæm­lega – jafn­vel á stór­um tón­leik­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að leysa ákveðið mál og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Það er dásamleg tilfinning að hitta einhvern í hjartastað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að leysa ákveðið mál og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Það er dásamleg tilfinning að hitta einhvern í hjartastað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son