Eiginkona Hackman sögð hafa óttast um líf sitt

Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust á heimili …
Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust á heimili sínu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. AFP/Hector Mata

Stór­leik­ar­inn Gene Hackm­an og eig­in­kona hans, pí­anó­leik­ar­inn Betsy Arakawa, eru sögð hafa verið ásótt af ókunn­ug­um manni stuttu áður en þau fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexí­kó í lok fe­brú­ar­mánaðar.

Banda­ríski fréttamiðill­inn Fox News greindi frá þessu á mánu­dag og birti brot úr upp­töku úr lík­ams­mynda­vél lög­reglu­manns, sem sýn­ir frá sam­tali hans við hár­greiðslu­mann Arakawa heit­inn­ar.

Í mynd­skeiðinu heyr­ist hár­greiðslumaður­inn segja að Arakawa hafi ótt­ast um líf sitt og verið hrædd um að ein­hver væri að elta þau hjón­in.

„Eitt til­vik var þegar þau fóru á White Rock. Þau fóru og borðuðu há­deg­is­mat þar og gaur­inn elti þau frá bíla­stæðinu [fyr­ir utan lokaða hverfið þeirra], og alla leið að White Rock,“ full­yrti Christoph­er í mynd­band­inu. „Hún sagði við mig: „Christoph­er, mér finnst skrítið að ör­ygg­is­gæsl­an hafi ekki [vitað] hvernig hann komst þangað... því þegar við fór­um tók ég eft­ir því að þessi bíll hafði elt okk­ur frá hús­inu og al­veg að White Rock.“

Christoph­er minnt­ist þess einnig að Arakawa hefði sagt hon­um að maður­inn hefði komið til þeirra Hackm­ans með „möppu af ljós­mynd­um“ sem hann vildi að leik­ar­inn myndi árita fyr­ir sig.

Arakawa er sögð hafa beðið mann­inn um að virða friðhelgi þeirra. Maður­inn fór, að sögn Christoph­er, ekki eft­ir fyr­ir­mæl­un­um og mætti aft­ur ör­fá­um dög­um síðar og reyndi þá að gefa hjón­un­um vín­flösku, sem þau neituðu að taka við.

Hackm­an, sem var 95 ára og með hjarta­sjúk­dóm og alzheimers-sjúk­dóm­inn, og Arakawa, sem var 65 ára, fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Santa Fe.

Hund­ur þeirra fannst líka dauður á heim­il­inu.

Banda­ríski stór­leik­ar­inn dó af nátt­úru­leg­um or­sök­um, lík­lega um viku á eft­ir eig­in­konu sinni, og gerði sér, sam­kvæmt sér­fræðing­um, sök­um heila­bil­un­ar, ekki grein fyr­ir því að eig­in­kona hans væri lát­in.

Arakawa lést af völd­um hanta­veiru, sjald­gæf­um sjúk­dómi sem berst úr nag­dýr­um í menn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son