Harry Bretaprins eyðilagður yfir góðgerðardeilum

Harry Bretaprins vinkar þegar hann kemur til athafnar tíu ára …
Harry Bretaprins vinkar þegar hann kemur til athafnar tíu ára afmælis the Invictus Games, í St Paul's dómkirkjunni í miðborg Lundúna, 8. maí í fyrra. JUSTIN TALLIS / AFP

Harry Bretaprins seg­ist eyðilagður yfir ákvörðun um að segja sig frá afr­ísk­um góðgerðarsam­tök­um í kjöl­far deilna inn­an sam­tak­anna. 

Harry, sem einnig er titlaður her­tog­inn af Sus­sex, stofnaði Sentebale árið 2006 ásamt vini sín­um, Seeiso prins af Lesótó, til minn­ing­ar um látn­ar mæður þeirra. 

Góðgerðasam­tök­in hafa ein­blínt á að styðja við bakið á ungu fólki, í Lesótó og víðar í suður­hluta Afr­íku, sem greinst hef­ur með HIV eða al­næmi.

Nú hafa báðir stigið til hliðar úr sam­tök­un­um vegna gagn­rýni á stjórn­un­ar­hætti inn­an þeirra, sem verið er að rann­saka í Lund­ún­um.

Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu segja þeir Harry og Seeiso að það sem hafi gerst hafi verið nán­ast óhugs­andi. „Fyr­ir næst­um tutt­ugu árum stofnuðum við Sentebale til heiðurs mæðrum okk­ar. Sentebale þýðir „gleym mér ei“ á tungu­máli Lesótó, og það er það sem við höf­um lofað unga fólk­inu sem við höf­um þjónað í gegn­um þessa góðgerðar­starf­semi.“

Deil­urn­ar sem eiga sér stað segja þeir vera á milli trúnaðarmanna sam­tak­anna og Dr. Sophie Chandauka, sem skipuð var stjórn­ar­formaður í sam­tök­un­um í fyrra. Trúnaðar­menn­irn­ir eiga að hafa ef­ast um að Dr. Chandauka hafi verið ákjós­an­leg­asti kandí­dat­inn í starfið.

Sjálf hef­ur Dr. Chandauka sagt að þetta sé týpísk saga konu sem hafi gagn­rýnt lé­lega stjórn­un­ar­hætti, veika fram­kvæmda­stjórn, mis­beit­ingu valds, einelti, áreitni, kven­fyr­ir­litn­ingu og yf­ir­hylm­ingu.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son