Kris Jenner nær óþekkjanleg með nýja hárið

Kris Jenner.
Kris Jenner. mbl.is/AFP

Móðir fræg­asta systkina­hóps í heimi, Kris Jenner, gerði allt vit­laust þegar hún frum­sýndi nýtt út­lit á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um.

Jenner, sem hef­ur lengi skartað svo­kallaðri pix­ie-klipp­ingu, er kom­in með aðeins ann­an stíl og síðara hár sem klæðir hana mjög vel.

Færsl­an vakti, eins og við mátti bú­ast, mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni, en hátt í 417 þúsund manns hafa lækað við myndaserí­una á aðeins tveim­ur dög­um.

Fjöl­marg­ir hafa einnig ritað at­huga­semd­ir og sagt Jenner líta ná­kvæm­lega eins út og næ­stelsta dótt­ir henn­ar, Kim Kar­dashi­an, en sú skartaði ein­mitt mjög svipaðri hár­greiðslu á síðasta ári.

„Hvor er hvor,“ ritaði einn fylgj­andi raun­veru­leika­stjörn­unn­ar, enda hálfómögu­legt að þekkja þær í sund­ur.

Jenner, sem er 69 ára, skaust upp á stjörnu­him­in­inn, ásamt börn­um sín­um, þegar raun­veru­leikaþáttaröðin Keep­ing Up with the Kar­dashi­an hóf göngu sína árið 2007.

Þáttaröðin, sem er ein vin­sæl­asta og um­deild­asta raun­veru­leikaþáttaröð allra tíma, gaf inn­sýn í lúxus­líf Kar­dashi­an-fjöl­skyld­unn­ar.

Það er svipur með þeim mæðgum.
Það er svip­ur með þeim mæðgum. Sam­sett mynd
View this post on In­sta­gram

A post shared by Kris Jenner (@krisjenner)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka