Myndir: Eddan afhent

Rúnar Rúnarsson leikstjóri virkaði nánast hissa þegar hann tók við …
Rúnar Rúnarsson leikstjóri virkaði nánast hissa þegar hann tók við verðlaunum fyrir bestu mynd ársins. mbl.is/Árni Sæberg

Gleðin var við völd þegar Edd­an, verðlaun Íslensku sjón­varps- og kvik­mynda­aka­demí­unn­ar (ÍSKA) var af­hent við hátíðlega at­höfn á Hilt­on-hót­eli í gær. Kvik­mynd árs­ins var val­in Ljós­brot í leik­stjórn Rún­ars Rún­ars­son­ar, sem jafn­framt var verðlaunaður fyr­ir bestu leik­stjórn. Alls hlaut mynd­in fimm verðlaun. 

Pálmi Kormákur var verðlaunaður fyrir bestan leik í aukahlutverki í …
Pálmi Kor­mák­ur var verðlaunaður fyr­ir best­an leik í auka­hlut­verki í Snert­ingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Kvik­mynd­in Snert­ing í leik­stjórn Baltas­ars Kor­máks hlaut flest­ar Edd­ur í ár, eða sam­tals tíu. Mynd­in var meðal ann­ars verðlaunuð fyr­ir besta hand­ritið sem Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son og Baltas­ar Kor­mák­ur skrifuðu í sam­ein­ingu. 

Jón Gnarr brá á leik og fór úr gallabuxunum áður …
Jón Gn­arr brá á leik og fór úr galla­bux­un­um áður en hann ásamt Ragn­ari Braga­syni veitti verðlaun kvölds­ins fyr­ir besta hand­rit og leik­stjórn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Gunn­ur Mart­ins­dótt­ir Schlüter var val­in upp­götv­un árs­ins og hjón­in Eg­ill Ólafs­son og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir heiður­sverðlaun árs­ins fyr­ir ómet­an­legt fram­lag til ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar.

Rætt er ít­ar­leg­ar við heiður­sverðlauna­hafa árs­ins, þau Egil Ólafs­son og Tinnu Gunn­laugs­dótt­ur, á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins á morg­un, föstu­dag.  

Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu heiðursverðlaun ársins fyrir ómet­an­legt …
Eg­ill Ólafs­son og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir hlutu heiður­sverðlaun árs­ins fyr­ir ómet­an­legt fram­lag til ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar. Á milli þeirra er Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Katla Njálsdóttir og Elín Hall, sem voru báðar verðlaunaðar fyrir …
Katla Njáls­dótt­ir og Elín Hall, sem voru báðar verðlaunaðar fyr­ir leik sinn í Ljós­broti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitti bæði heiðursverðlaun kvöldsins og verðlaun …
Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, veitti bæði heiður­sverðlaun kvölds­ins og verðlaun til handa þeim sem val­inn var upp­götv­un árs­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Gunn­ur Mart­ins­dótt­ir Schlüter, sem valin var uppgötvun ársins, og Halla …
Gunn­ur Mart­ins­dótt­ir Schlüter, sem val­in var upp­götv­un árs­ins, og Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Egill Ólafsson var verðlaunaður fyrir bestan leik í aðalhlutverki í …
Eg­ill Ólafs­son var verðlaunaður fyr­ir best­an leik í aðal­hlut­verki í Snert­ingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu heiðursverðlaun ársins fyrir ómet­an­legt …
Eg­ill Ólafs­son og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir hlutu heiður­sverðlaun árs­ins fyr­ir ómet­an­legt fram­lag til ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar. Á milli þeirra er Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Elín Hall var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki í …
Elín Hall var verðlaunuð fyr­ir best­an leik í aðal­hlut­verki í Ljós­broti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Katla Njálsdóttir var verðlaunuð fyrir bestan leik í aukahlutverki í …
Katla Njáls­dótt­ir var verðlaunuð fyr­ir best­an leik í auka­hlut­verki í Ljós­broti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld veittu verðlaun fyrir bestan …
Þröst­ur Leó Gunn­ars­son og Krist­björg Kj­eld veittu verðlaun fyr­ir best­an leik í bæði aðal- og auka­hlut­verk­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Ingvar Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Heather Millard og Rúnar Rúnarsson tóku …
Ingvar Sig­urðsson, Edda Arn­ljóts­dótt­ir, Heather Mill­ard og Rún­ar Rún­ars­son tóku við verðlaun­um fyr­ir O (Hring­ur) sem val­in var besta stutt­mynd árs­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Hrönn Sveinsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Lilju Ingólfsdóttur þegar …
Hrönn Sveins­dótt­ir tók við verðlaun­um fyr­ir hönd Lilju Ing­ólfs­dótt­ur þegar kom að bestu er­lendu mynd árs­ins, sem val­in var Elsk­ling. Í bak­grunni má sjá Mika­el Kaaber, sem var meðal þeirra sem af­hentu verðlaun kvölds­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Bergsteinn Björgúlfsson var verðlaunaður fyrir kvikmyndatöku ársins fyrir Snertingu.
Berg­steinn Björg­úlfs­son var verðlaunaður fyr­ir kvik­mynda­töku árs­ins fyr­ir Snert­ingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Margrét Einarsdóttir var verðlaunuð fyrir bestu búninga ársins fyrir Snertingu.
Mar­grét Ein­ars­dótt­ir var verðlaunuð fyr­ir bestu bún­inga árs­ins fyr­ir Snert­ingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Geltu eftir Leu Ævarsdóttur og Önnu Sæunni Ólafsdóttur var valið …
Geltu eft­ir Leu Ævars­dótt­ur og Önnu Sæ­unni Ólafs­dótt­ur var valið besta barna- og ung­linga­efni árs­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Rúnar Rúnarsson fagnaði ákaft þegar Ljósbrot var valin besta mynd …
Rún­ar Rún­ars­son fagnaði ákaft þegar Ljós­brot var val­in besta mynd árs­ins á Edd­unni í gær­kvöldi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Rúnar Rúnarsson var verðlaunaður sem leikstjóri ársins fyrir myndina Ljósbrot. …
Rún­ar Rún­ars­son var verðlaunaður sem leik­stjóri árs­ins fyr­ir mynd­ina Ljós­brot. Sú mynd var einnig val­in besta mynd árs­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Logi Einarsson, menningarmálaráðherra, veitti verðlaun fyrir bestu heimildamynd ársins og …
Logi Ein­ars­son, menn­ing­ar­málaráðherra, veitti verðlaun fyr­ir bestu heim­ilda­mynd árs­ins og kvik­mynd árs­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Allir verðlaunahafar kvöldsins á Eddunni í gærkvöldi.
All­ir verðlauna­haf­ar kvölds­ins á Edd­unni í gær­kvöldi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mistökin eru til að læra af þeim svo hættu að refsa sjálfum þér og gerðu bara betur næst. Von og ótti eru eðlilegar tilfinningar og haldast oft í hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mistökin eru til að læra af þeim svo hættu að refsa sjálfum þér og gerðu bara betur næst. Von og ótti eru eðlilegar tilfinningar og haldast oft í hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir