Stephen Graham táraðist við lesturinn

Stephen Graham fer með hlutverk föður Bruce Springsteen í nýrri …
Stephen Graham fer með hlutverk föður Bruce Springsteen í nýrri kvikmynd um ævi rokkarans. Samsett mynd

Enski leik­ar­inn Stephen Gra­ham táraðist þegar hann las smá­skila­boð sem hon­um bár­ust frá banda­rísku tón­list­argoðsögn­inni Bruce Springsteen stuttu eft­ir heim­sókn hins síðar­nefnda á töku­sett kvik­mynd­ar sem fjall­ar um ævi rokk­ar­ans.

Gra­ham, sem fer með hlut­verk föður Springsteen, Douglas Frederick „Dutch“ Springsteen, í kvik­mynd­inni, Deli­ver Me from Nowh­ere, greindi frá þessu í hlaðvarpsþætt­in­um Sound­track­ing í um­sjón Edith Bowm­an nú á dög­un­um.

Leik­ar­inn sagði skila­boðin hafa mikla þýðingu fyr­ir sig og að þau skiptu hann mun meira máli en all­ar þær til­nefn­ing­ar og verðlaun sem hann gæti mögu­lega hreppt á leik­ferl­in­um.

„Ég grét þegar ég las skila­boðin, skil­urðu hvað ég meina? Ó, maður! Þau voru fal­leg. Maður gæti ekki beðið um neitt meira, þú veist, að deila þessu með ein­hverj­um var dá­sam­legt. Hann er ynd­is­leg­ur maður,“ sagði Gra­ham sem deildi orðum Springsteen með Bowm­an og hlust­end­um hlaðvarps­ins.

„Í skila­boðunum stóð ein­fald­lega: „Takk kær­lega fyr­ir. Eins og þú veist, þá lést faðir minn fyr­ir nokkru síðan og mér fannst eins og ég hefði séð hann í dag. Takk fyr­ir að gefa mér þessa minn­ingu.”

Deli­ver Me from Nowh­ere er vænt­an­leg í kvik­mynda­hús síðar á ár­inu. Með hlut­verk Springsteen fer Jeremy Allen White, sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í verðlaunaþáttaröðinni The Bear.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Það þarf kjark til þess að komast áfram. Sá sem hefur verið hvað mest uppáþrengjandi er að reyna að segja þér eitthvað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Það þarf kjark til þess að komast áfram. Sá sem hefur verið hvað mest uppáþrengjandi er að reyna að segja þér eitthvað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir