Hjartaskerandi saga um ást í meinum

Fjallabak er tragísk og hjartaskerandi ástarsaga á milli tveggja manna, …
Fjallabak er tragísk og hjartaskerandi ástarsaga á milli tveggja manna, að sögn leikstjórans. Ljósmyndir/Íris Dögg Einarsdóttir

„Það gerðist eig­in­lega óvart að hinseg­in­leik­inn varð að ákveðnu þema á leik­ár­inu,“ seg­ir Val­ur Freyr Ein­ars­son, leik­stjóri Fjalla­baks, innt­ur eft­ir því hvers vegna þessi sýn­ing hafi orðið fyr­ir val­inu.

„Það voru til dæm­is sam­kyn­hneigðir karakt­er­ar í verk­un­um Ung­frú Ísland og Óska­land þó svo að hinseg­in­leik­inn væri ekki bein­lín­is um­fjöll­un­ar­efnið í þeim sýn­ing­um. Fjalla­bak dett­ur inn í þemað sem tragísk og hjartasker­andi ástar­saga á milli tveggja manna, stút­full af lífi og húm­or,“ bæt­ir hann við en verkið verður frum­sýnt á Nýja sviði Borg­ar­leik­húss­ins í kvöld, föstu­dag­inn 28. mars, klukk­an 20.

Með aðalhlutverkin tvö fara vinirnir Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn …
Með aðal­hlut­verk­in tvö fara vin­irn­ir Hjört­ur Jó­hann Jóns­son og Björn Stef­áns­son en sag­an ger­ist um miðbik síðustu ald­ar. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

Glæ­ný út­færsla á verk­inu

Verkið Fjalla­bak bygg­ist á sam­nefndri smá­sögu Annie Proulx en fyr­ir hana hlaut hún Pu­litzer-verðlaun­in. Síðar gerði leik­stjór­inn Ang Lee kvik­mynd eft­ir sög­unni en þar seg­ir frá kú­rek­un­um Enn­is og Jack sem hitt­ast fyr­ir til­vilj­un þegar þeir vinna sam­an við að smala búfé á fjöll­um í Banda­ríkj­un­um.

Ytri tími sög­unn­ar ger­ist um miðbik síðustu ald­ar og þrátt fyr­ir gríðarlega for­dóma sam­fé­lags­ins drag­ast þeir hvor að öðrum og reyna eft­ir fremsta megni að höndla ást­ina. Með hlut­verk elsk­hug­anna fara þeir Hjört­ur Jó­hann Jóns­son og Björn Stef­áns­son en aðrir leik­ar­ar í sýn­ing­unni eru Esther Tal­ía Casey, Hilm­ir Snær Guðna­son og Íris Tanja Flygenring.

Aðspurður seg­ir Val­ur Freyr sögu Proulx hafa tekið á sig ýms­ar mynd­ir í gegn­um tíðina en verkið hafi hins veg­ar í fyrsta sinn verið sett upp í leik­húsi fyr­ir tveim­ur árum.

„Það var á West End en sú leik­gerð er aðeins öðru­vísi held­ur en þessi leik­gerð sem við erum að vinna með því við óskuðum eft­ir því að einn karakt­er­inn yrði tek­inn út sem okk­ur fannst ekki gera neitt fyr­ir sýn­ing­una. Höf­und­ur leik­gerðar­inn­ar, Ashley Robin­son, tók vel í þá ósk og sendi okk­ur nýja leik­gerð. Þetta verður því í fyrsta sinn sem þessi út­færsla á sög­unni er gerð í leik­húsi.“

„Það gerðist eiginlega óvart að hinseginleikinn varð að ákveðnu þema …
„Það gerðist eig­in­lega óvart að hinseg­in­leik­inn varð að ákveðnu þema á leik­ár­inu,“ seg­ir Val­ur Freyr Ein­ars­son, leik­stjóri Fjalla­baks.

Saga óháð tíma og rúmi

Spurður að því hvort sag­an sé á ein­hvern hátt staðfærð yfir í nú­tím­ann eða ís­lensk­ar aðstæður seg­ir Val­ur Freyr svo ekki vera.

„Sag­an stend­ur al­gjör­lega fyr­ir sínu því um er að ræða tengsla­sögu um ást í mein­um. Fókus­inn er því á sam­bandið og all­ar hindr­an­irn­ar sem þeir Enn­is og Jack standa frammi fyr­ir. Þetta snýst um bar­átt­una fyr­ir því að fá að elska og fá að vera. Sú saga er alþjóðleg svo það skipt­ir ekki öllu máli hvar hún ger­ist. Við tengj­um al­veg jafn vel við hana þó hún ger­ist á þess­um stað og þess­um tíma. Það væri því mjög af­kára­legt að fara að færa hana eitt­hvað til,“ seg­ir hann og hlær.

Þá tel­ur Val­ur Freyr bæði bless­un og hindr­un fel­ast í því að setja upp verk sem búið sé að kvik­mynda.

„Því það eru mjög marg­ir með ein­hvers kon­ar fyr­ir­framákveðnar hug­mynd­ir um hvað þeir eru að fara að sjá. Verk­efnið snýst hins veg­ar um það að vita af hverju við erum að segja þessa sögu í leik­hús­inu og af hverju hún er mik­il­væg. Bíó­mynd­in er í raun auka­atriði því sag­an sem slík er aðal­atriðið.

Á hún er­indi, skipt­ir hún máli og er enn þörf á að segja hana? Því miður er það niðurstaðan. Það er enn þörf á að segja þessa sögu. Sögu þar sem hinseg­in­leik­inn fær sitt pláss,“ seg­ir hann og bæt­ir því við að í raun­inni sé þörf­in meiri í dag en fyr­ir tíu árum.

Ítar­legt viðtal við leik­stjór­ann birt­ist á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í gær, fimmtu­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir