Raðmorðinginn er faðir minn!

Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans, og Annaleigh Ashford, sem fer með …
Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans, og Annaleigh Ashford, sem fer með hlutverk hennar í Happy Face. AFP/Theo Wargo

Dr. Greg, stjórn­andi vin­sæls spjallþátt­ar í sjón­varpi, fær óvænt til­boð, þegar dæmd­ur raðmorðingi býðst til að gang­ast við enn einu ódæði sínu í þætt­in­um, sem hann hef­ur ekki hlotið dóm fyr­ir, gegn einu skil­yrði, að förðun­ar­fræðing­ur sem starfar við þátt­inn taki við upp­lýs­ing­un­um – aug­liti til aug­lit­is. Doksi klór­ar sér í höfðinu og ger­ir með hraði boð eft­ir téðri sminku, sem hann vissi fram að því ekki að væri til. „Hvers vegna vill hann bara tala við þig?“

Þegar smink­an fær­ist und­an því að svara set­ur dr. Greg henni afar­kosti: „Ég á von á öðru sím­tali frá morðingj­an­um á hverri stundu. Annaðhvort upp­lýs­ir þú mig um tengsl ykk­ar eða hann sjálf­ur?”

Smink­an lít­ur upp, vand­ræðaleg á svip og óör­ugg: „Hann er faðir minn!“

Keith Hunter Jesperson mun sitja inni til æviloka, dæmdur fyrir …
Keith Hun­ter Jes­per­son mun sitja inni til æviloka, dæmd­ur fyr­ir morð á átta kon­um.

Þannig ligg­ur landið í flunku­nýj­um banda­rísk­um mynda­flokki, Happy Face eða Broskall­in­um, en fyrstu þrjá þætt­ina af átta má nálg­ast í Sjón­varpi Sím­ans Premium. Byggt er á sannri sögu en raðmorðingi þessi, Keith Hun­ter Jes­per­son, var hand­samaður um miðjan tí­unda ára­tug­inn og dæmd­ur fyr­ir morð á átta kon­um, þó grun­ur leiki á að fórn­ar­lömb hans séu mun fleiri.

Sam­bandið hafði verið gott

Dótt­ir­in, Mel­issa, var 15 ára þegar faðir henn­ar var hand­tek­inn og skar fljót­lega á öll tengsl við hann; eig­inmaður henn­ar veit af hon­um en börn­um þeirra tveim­ur hef­ur verið haldið utan við málið. Bara sagt að afi þeirra sé löngu lát­inn og hvergi minnst á glæpi hans. Vinnu­veit­end­um og kunn­ingj­um held­ur hún sem lengst frá sann­leik­an­um.

Það er að von­um þung­bært að kom­ast að því að faðir manns sé raðmorðingi, ekki síst í ljósi þess að sam­band þeirra feðgina hafði verið gott þegar Mel­issa var að vaxa úr grasi. For­eldr­ar henn­ar voru skil­in en faðir­inn samt ná­læg­ur, eins og hægt var, en hann starfaði sem trukka­bíl­stjóri og var fyr­ir vikið mikið að heim­an. Á ferðum sín­um framdi hann morðin. Það er göm­ul saga og ný að jafn­vel ægi­leg­ustu skrímsli geta átt sér sjarmer­andi hlið.

Nán­ar er fjallað um Broskall­inn í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason