Birnir með stórtónleika

Birnir Sigurðarson rappari hefur verið afar áberandi í senunni síðustu …
Birnir Sigurðarson rappari hefur verið afar áberandi í senunni síðustu ár. mbl.is/Ásdís

Rapp­ar­inn Birn­ir Sig­urðar­son, eða bara Birn­ir eins og hann þekk­ist best, mun halda stór­tón­leika í Laug­ar­dals­höll­inni laug­ar­dag­inn 20. sept­em­ber 2025.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu eru þetta fyrstu tón­leik­ar í höll­inni með ís­lensk­um rapp­ara af þeirri kyn­slóð sem Birn­ir er og má því segja að um ákveðin tíma­mót sé að ræða á sviði ís­lenskr­ar rapp­tón­list­ar.

Sjálf­ur seg­ist Birn­ir í færslu á In­sta­gram ætla að „breyta höll­inni í klúbb“ og lof­ar ógleym­an­legri upp­lif­un.

„Við erum bún­ir að vera vinna að þessu í mjög lang­an tíma og ég er ekk­ert smá spennt­ur að upp­lifa þetta með fólk­inu,“ seg­ir Birn­ir.

Birn­ir á ófáa slag­ar­ana og hver hef­ur ekki heyrt lög­in Já, ég veit, þar sem hann rapp­ar ásamt Herra Hnetu­smjöri og Bleik­ur Ran­gerover, en með hon­um í því lagi er Aron Krist­inn meðlim­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar Clu­bDub.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir jafn­framt að fleiri munu stíga á svið ásamt Birni, sviðsmynd­in verði frum­leg og að bú­ast megi við ein­stakri upp­lif­un. 

Miðasala hefst 2. apríl klukk­an 10.00.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birn­ir (@brn­ir)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason