Fetaði í fótspor föður síns

Chet Hanks á frumsýningu Netflix-þáttaraðarinnar Running Point.
Chet Hanks á frumsýningu Netflix-þáttaraðarinnar Running Point. Ljósmynd/AFP

Chet Hanks, leik­ari og ann­ar liðsmaður hljóm­sveit­ar­inn­ar Somet­hing Out West, heiðraði föður sinn, verðlauna­leik­ar­ann Tom Hanks, í nýj­asta tón­list­ar­mynd­bandi sveit­ar­inn­ar við lagið You Better Run.

Í tón­list­ar­mynd­band­inu bregður Chet sér í gervi eins þekkt­asta karakt­ers föður síns, For­rest Gump, úr sam­nefndri kvik­mynd frá ár­inu 1994.

Chet, sem var aðeins fjög­urra ára gam­all þegar verðlauna­kvik­mynd­in kom út, end­ur­gerði nokk­ur af eft­ir­minni­leg­ustu atriðum kvik­mynd­ar­inn­ar og þar á meðal „Run, For­rest, Run“.

Í tón­list­ar­mynd­band­inu klæðist Chet ljós­grá­um jakka­föt­um og köfl­óttri skyrtu eins og faðir hans gerði í einni þekkt­ustu senu kvik­mynd­ar­inn­ar, eða þegar For­rest Gump sit­ur á bekk með kon­fekt­kassa og fer með setn­ing­una: „Life is Like A Box of Chocola­tes. You never know what you’re gonna get“.

Ansi kunn­ug­legu and­liti bregður fyr­ir í tón­list­ar­mynd­band­inu, en eng­inn ann­ar en Tom Hanks fer með lítið hlut­verk.

Leik­ar­inn, sem hreppti Óskar­sverðlaun fyr­ir hlut­verk sitt sem For­rest Gump, tyll­ir sér á bekk við hlið son­ar síns og virðir meðal ann­ars fyr­ir sér jakka­föt Chet, sem af svipn­um að dæma, hann kann­ast við.

You Better Run var frum­sýnt þann 28. mars síðastliðinn og hafa hátt í 250.000 manns horft á það á YouTu­be síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason