Hvar voru Brooklyn og Nicole?

Beckham-fjölskyldan stillti sér upp fyrir myndatöku.
Beckham-fjölskyldan stillti sér upp fyrir myndatöku. Samsett mynd

Enska knatt­spyrnugoðsögn­in Dav­id Beckham sló upp helj­ar­inn­ar veislu, þar sem engu var til sparað, í til­efni af fimm­tugsaf­mæli sínu nú á dög­un­um.

Veisl­an var hald­in í hinni sól­ríku Miami-borg í Banda­ríkj­un­um nokkr­um vik­um fyr­ir stóra dag­inn, en Beckham fagn­ar hálfr­ar ald­ar af­mæli sínu þann 2. maí næst­kom­andi.

Beckham fagnaði deg­in­um ásamt fjöl­skyldu sinni, vin­um og fleiri goðsögn­um úr íþrótta­heim­in­um, en meðal gesta voru þeir Shaquille O’­Neal, Tom Bra­dy og Li­o­nel Messi.

Knatt­spyrnumaður­inn fyrr­ver­andi gaf inn­sýn í veislu­höld­in á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag og birti meðal ann­ars glæsi­lega mynd af sér með eig­in­konu sinni, fata­hönnuðinum Victoriu Beckham, þrem­ur af fjór­um börn­um þeirra hjóna, Romeo James, Cruz og Harper Seven og kær­ust­um drengj­anna.

Það vakti sér­staka at­hygli að elsti son­ur Beckham-hjón­anna, Brook­lyn, og eig­in­kona hans, Nicole Peltz, voru ekki viðstödd hátíðar­höld­in. 

Ástæða þess er ókunn, en þrálát­ur orðróm­ur hef­ur verið á sveimi um að Victoriu og Nicole sé illa við hvor aðra.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Dav­id Beckham (@dav­idbeckham)

Staður­inn til að fagna

Það hef­ur verið ansi vin­sælt hjá stjörn­un­um að fagna fimm­tugsaf­mæli sínu í Miami, enda þekkt par­tí­borg. 

Leik­kon­an Eva Long­oria hélt ný­verið upp á fimm­tugsaf­mæli sitt með pompi og prakt á veit­ingastaðnum Ca­sa­donna í borg­inni og sýndi frá her­leg­heit­un­um á In­sta­gram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fjölskylduleyndarmál munu hugsanlega setja svip á daginn. Leggðu þitt af mörkum en gættu þess að það taki ekki frá þér alla orku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fjölskylduleyndarmál munu hugsanlega setja svip á daginn. Leggðu þitt af mörkum en gættu þess að það taki ekki frá þér alla orku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell