Val Kilmer látinn

Val Kilmer.
Val Kilmer. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Val Kil­mer er lát­inn, 65 ára að aldri. New York Times greindi frá and­láti hans og að sögn dótt­ur hans, Mercedes Kil­mer, lést hann úr lungna­bólgu.

Kil­mer greind­ist með krabba­mein í hálsi árið 2014 en hann sigraðist á því en hef­ur síðustu ár glímt við lungna­bólgu. Hann gekkst und­ir lyfja- og barkaaðgerð sem hafði áhrif á rödd leik­ar­ans.

Kil­mer var fjöl­hæf­ur leik­ari en fer­ill hans spannaði ára­tugi. Hann varð fyrst fræg­ur fyr­ir hlut­verk í mynd­inni Top Gun árið 1986 þar sem hann lék á móti Tom Cruise. 

Hann lék í fjölda stór­mynda og fór til að mynda með hlut­verk Jim Morri­son í mynd­inni The Doors árið eft­ir Oli­ver Stone árið 1991 og nokkr­um árum síðar lék hann leður­blöku­mann­inn í mynd­inni Batman For­ever.

Kil­mer, sem fædd­ist á gaml­árs­kvöld árið 1959, byrjaði að leika í aug­lýs­ing­um sem barn og hann varð yngsti maður­inn maður­inn sem nokkru sinni hef­ur verið tek­inn inn í leik­list­ar­deild­ina í hinum þekkta Juilli­ard-skóla í New York og lék frum­raun sína á Broadway árið 1983 ásamt Sean Penn og Kevin Bacon.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þolinmæði þrautir vinnur allar og það munt þú reyna eins og svo margir aðrir. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra því sigurinn er sætari í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þolinmæði þrautir vinnur allar og það munt þú reyna eins og svo margir aðrir. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra því sigurinn er sætari í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir