Kröftugar kenndir kvikna

„Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson fara alla leið inn …
„Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson fara alla leið inn í kvikuna og miðla með kröftugum hætti þeirri djúpstæðu sorg og örvilnan sem Ennis og Jack glíma við,“ segir í rýni um Fjallabak í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Fjalla­bak „er kröft­ug og fal­leg sýn­ing sem lif­ir lengi með áhorf­end­um,“ skrif­ar Silja Björk Huldu­dótt­ir leik­list­ar­gagn­rýn­andi Morg­un­blaðsins um upp­færslu Borg­ar­leik­húss­ins á Fjalla­baki og gef­ur fullt hús eða fimm stjörn­ur. 

Hand­ritið að verk­inu byggði Ashley Robin­son á sam­nefndri smá­sögu Annie Proulx, sem birt­ist fyrst í The New Yor­ker árið 1997 og rataði á hvíta tjaldið 2005 í leik­stjórn Angs Lee með Hollywood-leik­ur­un­um Heath Led­ger og Jake Gyl­len­haal í burðar­hlut­verk­un­um sem Enn­is Del Mar og Jack Twist. „Óhætt er að segja að það séu djúp spor að fylla, en Hjört­ur Jó­hann Jóns­son og Björn Stef­áns­son gefa stór­stjörn­un­um hins veg­ar ekk­ert eft­ir,“ skrif­ar rýn­ir. 

Fyrri hluti verks­ins hverf­ist nær ein­vörðungu um Enn­is og Jack, sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa al­ist upp í fá­tækt og þurfa að taka hverri þeirri íhlaupa­vinnu sem gefst til að fram­fleyta sér. Í þess­um harðneskju­lega heimi er flask­an eina leiðin til að gleyma öm­ur­leika hvers­dags­ins. Smám sam­an kem­ur líka í ljós að báðir hafa þeir upp­lifað óhugn­an­legt of­beldi sem mark­ar að nokkru sýn þeirra á sam­fé­lagið, sam­ferðafólk og sam­skipti.

„Í óbyggðunum kvikna kennd­ir sem menn­irn­ir tveir gera sér vel grein fyr­ir að sam­fé­lagið samþykk­ir ekki. En í frelsi fjall­anna freist­ast þeir til að gefa sig til­finn­ing­un­um á vald, þótt þeir eigi erfitt með að horf­ast í augu við lang­an­ir sín­ar, ekki síst Enn­is.

Leiktext­inn í þess­um fyrri hluta er af skorn­um skammti og stór hluti sam­skipt­anna á sér stað í þögl­um leik, þar sem augn­got­ur og lík­am­leg sam­skipti leika lyk­il­hlut­verk, hvort held­ur er í gamni­á­flog­um eða lík­am­legu sam­neyti, en oft á tíðum virðist afar stutt þarna á milli. Teygj­an í sam­leik leik­ar­anna tveggja rofn­ar aldrei og spenn­an helst áþreif­an­leg all­an tím­ann, hvort sem mikið eða lítið geng­ur á í sam­skipt­un­um. Í raun mætti lýsa þess­um fyrri hluta sýn­ing­ar­inn­ar sem masterklass í leik­tækni þar sem allt geng­ur upp.“

Dóm­inn í heild sinni má lesa á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag, fimmtu­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður að skipuleggja hlutina betur, hvort sem um er að ræða einkalíf þitt eða atvinnu. Alheimurinn leggur sig í líma við að létta þig aðeins og það er að virka!
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður að skipuleggja hlutina betur, hvort sem um er að ræða einkalíf þitt eða atvinnu. Alheimurinn leggur sig í líma við að létta þig aðeins og það er að virka!
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar