Skynja fremur en skilja

„Sýningin markaði þannig á fallegan hátt lokin á tíu ára …
„Sýningin markaði þannig á fallegan hátt lokin á tíu ára farsælum ferli Ernu [Ómarsdóttur sem listræns stjórnanda Íd] en um leið upphafið að nýjum tímum,“ segir í rýni um Hringi Orfeusar og annað slúður. Ljósmynd/Owen Fiene

„Frum­sýn­ingu Íslenska dans­flokks­ins á verki Ernu Ómars­dótt­ur Hring­ir Orfeus­ar og annað slúður bar upp á 28. mars 2025, dag­inn eft­ir að Lovísa Ósk Gunn­ars­dótt­ir tók við starfi Ernu sem list­rænn stjórn­andi flokks­ins. Sýn­ing­in markaði þannig á fal­leg­an hátt lok­in á tíu ára far­sæl­um ferli Ernu en um leið upp­hafið að nýj­um tím­um,“ skrif­ar Sesselja G. Magnús­dótt­ir, dans­rýn­ir Morg­un­blaðsins, í dómi sín­um í blaði dags­ins og gef­ur nýj­ustu sýn­ingu Íslenska dans­flokks­ins fjór­ar stjörn­ur. 

Hring­ur Orfeus­ar og annað slúður er unnið upp úr verk­inu Orp­heus + Eurydike sem Erna ásamt ís­lenska list­ræna teymi sínu samdi fyr­ir leik­ara Borg­ar­leik­húss­ins í Frei­burg fyr­ir nokkr­um árum en dans­ar­ar úr Íslenska dans­flokkn­um tóku einnig þátt í upp­færsl­unni. Verkið skyldi byggt á klass­ík eða þekkt­um forn­sög­um og valdi Erna að vinna með grísk­ar goðsagn­ir, nán­ar til­tekið ást­ir Orfeus­ar, son­ar guðsins Apollós og gyðjunn­ar Kallí­ópu, á dís­inni Evri­dís og ör­lög hans eft­ir að hún hverf­ur hon­um til Helj­ar. Inn í þá frá­sögn vef­ur hún mun eldri sögu af Demetru sem þurfti að sjá á eft­ir dótt­ur sinni til Helj­ar rétt eins og Orfeus.

„Fram­setn­ing Ernu á sög­un­um um Orfeus er hvorki línu­leg né vit­ræn. Eins og í verk­um henn­ar og Höllu Ólafs­dótt­ur um ann­ars veg­ar Rómeó <3 Júlía og hins veg­ar bara Júlíu þá eru sög­urn­ar af­byggðar og sett­ar sam­an á nýj­an leik út frá nýju og ekki síst kven­læg­ara sjón­ar­horni og áhersl­an fær­ist frá því sem ger­ist til þess sem upp­lif­ist og ekki síður mennsk­unn­ar og ómennsk­unn­ar. Sag­an fær á þenn­an hátt nýja og dýpri merk­ingu sem gef­ur áhorf­end­um kost á að finna fyr­ir henni frek­ar en að skilja hana,“ skrif­ar rýn­ir og held­ur áfram: „Hand­bragð Ernu leyndi sér ekki þegar horft var á verkið. Mörg kunn­ug­leg stef birt­ust áhorf­end­um í hreyf­ing­um, radd­beit­ingu sem og bún­ing­um og efn­um sem nýtt voru á sviðinu og báru þess merki hvað höf­und­ar­ein­kenni Ernu eru sterk.“

Dóm­inn í heild sinni má lesa á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag, fimmtu­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þér er það kappsmál að segja öðrum þína hlið á málunum. Heimi þínum tilheyra ímyndaðir vinir og aðrar dularfullar verur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þér er það kappsmál að segja öðrum þína hlið á málunum. Heimi þínum tilheyra ímyndaðir vinir og aðrar dularfullar verur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar