Svona lítur „Dewey“ út í dag

Erik Per Sullivan í hlutverki sínu sem Dewey.
Erik Per Sullivan í hlutverki sínu sem Dewey. Skjáskot/IMDb

Fyrr­ver­andi barna­stjarn­an Erik Per Sulli­v­an, einna þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt sem Dewey í banda­rísku gam­anþáttaröðinni Malcolm in the Middle, sneri baki við leik­list­inni skömmu eft­ir að þætt­irn­ir luku göngu sinni árið 2006 og hvarf þá úr sviðsljós­inu.

Aðdá­end­ur þátt­anna hafa marg­ir hverj­ir velt því fyr­ir sér hvar hann sé niður­kom­inn í dag, en lítið er vitað um líf hans og störf á full­orðins­ár­um.

Nafn Sulli­v­an rataði á síður fjöl­miðla í lok síðasta árs þegar talsmaður Walt Disney-sam­steyp­unn­ar greindi frá því að hann myndi ekki end­ur­taka hlut­verk sitt í glæ­nýrri fjög­urra þátta end­ur­gerð um líf hinn­ar stór­skemmti­legu Wil­ker­son-fjöl­skyldu sem nú er í bíg­erð.

Og þá jókst for­vitn­in: Hvar er hann og hvernig lít­ur hann út í dag?

Hvernig lít­ur hann út?

Sulli­v­an, sem er 33 ára gam­all og bú­sett­ur í Bost­on, var ljós­myndaður í fyrsta sinn í 18 ár þegar hann sást á rölt­inu í borg­inni með kaffi­bolla í hönd nú á dög­un­um.

Mynd­irn­ar vöktu, eins og við mátti bú­ast, mikla at­hygli og fóru eins og eld­ur í sinu um vef­heima, enda eru flest­ir for­vitn­ir um líf fyrr­ver­andi barna­stjarna.

Fjöl­skyld­an mæt­ir aft­ur á skjá­inn

Mik­il eft­ir­vænt­ing rík­ir fyr­ir þátt­un­um, en aðrir úr upp­runa­lega leik­hópn­um munu end­ur­taka hlut­verk sín, þar á meðal Frankie Mun­iz, Bry­an Cr­an­ston, Jane Kaczma­rek og Just­in Berfield. Leik­ar­inn Ca­leb Ellsworth-Clark mun taka við hlut­verki Dewey.

Kaczma­rek, sem fór með hlut­verk móður­inn­ar, hef­ur haldið góðu sam­bandi við Sulli­v­an í gegn­um árin og greindi frá því í viðtali í fyrra að Sulli­v­an stundaði nám í vikt­orísk­um bók­mennt­um við virt­an há­skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason