Þúsundþjalasmiðurinn Rúrik Gíslason skaut aðdáendum sínum skelk í bringu þegar hann birti myndir af sér liggjandi í sjúkrarúmi, tengdur við hin ýmsu tæki, í story á Instagram í gærkvöld.
Rúrik deildi þremur myndum, ein sýnir mismunandi lyfjapakkningar og töflur og hinar tvær sýna hann liggjandi í sjúkrarúmi.
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi fékk það sem kallast peritonsillar abscess eða graftarkýli í hálseitlum á íslensku og þurfti að gangast undir aðgerð og gista eina nótt á sjúkrahúsi.