Stjörnuspá fim. 27. mar. 2025

Stjörnuspá
fim. 27. mar. 2025

21. mars - 19. apríl

Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.

20. apríl - 20. maí

Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.

21. maí - 20. júní

Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.

21. júní - 22. júlí

Þér gæti fundist einhver vera að senda þér misvísandi skilaboð í dag. Best er er að hafa allan fyrirvara á hlutunum og leyfa þeim að sanna sig.

23. júlí - 22. ágúst

Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.

23. ágúst - 22. september

Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast vinur ef þið ræktið sambandið. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggjuna taka öll völd.

Vog
23. september - 22. október

Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.

23. október - 21. nóvember

Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.

22. nóvember - 21. desember

Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.

22. desember - 19. janúar

Gætið þess að láta ekki áhuga ykkar á einhverri hugmynd verða að þráhyggju. Kaupin þín verða ekki af verra taginu þar sem þú hefur mikla hæfileika til að versla ódýrt.

20. janúar - 18. febrúar

Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.

19. febrúar - 20. mars

Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.
og