Stjörnuspá fim. 2. jan. 2025

Stjörnuspá
fim. 2. jan. 2025

21. mars - 19. apríl

Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.

20. apríl - 20. maí

Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Það eru ekki allir sem hafa jafn létta lund og þú, reyndu að taka tillit til þess fólks.

21. maí - 20. júní

Fólk bregst við þér á tiltekinn hátt því þú ert miðpunktur athyglinnar hvar sem þú kemur. Ekki reikna með að fjárhagurinn batni fyrr en eftir nokkrar vikur.

21. júní - 22. júlí

Þér finnst öll spjót standa á þér og langar mest að draga þig í hlé. Brynjaðu þig fyrir umhverfinu og skoðaðu vandlega hvað er þér fyrir bestu í stöðunni.

23. júlí - 22. ágúst

Þú þarft að leggja þitt af mörkum til samstarfs á vinnustað og gæta þess að verða ekki of stjórnsamur. Færðu þig um set ef þú ert ekki ánægður.

23. ágúst - 22. september

Leggðu á þig að bíða eftir því besta sem er svo sannarlega handan við hornið. Vertu örlátur á tíma þinn þegar börn eiga í hlut.

Vog
23. september - 22. október

Orðum þarf að fylgja einhver athöfn því annars missa þau marks. Ekki vera hissa þegar þú rekst á fólk eftir langan aðskilnað og það hefur saknað þín mikið.

23. október - 21. nóvember

Þetta er kjörinn dagur til að hugsa um í hvaða stöðu þú vilt vera eftir fimm ár. Þér finnst ýmislegt mega betur fara en farðu samt ekki offari í stjórnseminni.

22. nóvember - 21. desember

Leggðu þitt af mörkum með því að sýna skilning og umburðarlyndi. Hvernig væri að bjóða gömlum vinum í heimsókn?

22. desember - 19. janúar

Njóttu þess að vera samvistum við fjölskylduna í dag. Sýndu þolinmæði þegar tafir verða á framkvæmdum.

20. janúar - 18. febrúar

Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Sýndu öðrum samúð og skilning.

19. febrúar - 20. mars

Nærvera skapandi fólks hjálpar þér að lyfta veislu á hærra plan. Reyndu að sjá það jákvæða í öllu sem þú gerir.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.
og