Stjörnuspá sun. 30. jún. 2024

Stjörnuspá
sun. 30. jún. 2024

21. mars - 19. apríl

Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.

20. apríl - 20. maí

Þú hefur þörf fyrir að ræða áhyggjur þínar við einhvern en skalt varast að gera það við hvern sem er. Kannski ertu ekki alveg tilbúinn fyrir hættuspil.

21. maí - 20. júní

Rifrildi gæti brotist út á heimilinu. Yfirleitt er það svo, að ef þér finnst eitthvað skrítið vera í gangi, þá er það rétt.

21. júní - 22. júlí

Gömul vandamál skjóta upp kollinum. Hafðu auga með öllum smáatriðum, hvort sem þér finnast þau skipta einhverju máli, eða ekki.

23. júlí - 22. ágúst

Lokaðu ekki dyrunum á menn eða málefni án þess að vita, hverju þú ert að hafna. Treystu eðlisávísun þinni betur.

23. ágúst - 22. september

Árangur er það sem allir horfa til en sumir leggja minna upp úr því hvernig hann næst. Hugsaðu um starfsframann, þótt fjölskyldan geri miklar kröfur til þín þessa dagana.

Vog
23. september - 22. október

Eitthvað á eftir að koma þér verulega á óvart svo þú skalt reyna að undirbúa þig. Sá eini sem tapar á lausmælgi ert þú sjálfur.

23. október - 21. nóvember

Láttu eki dagdrauma hafa of sterk áhrif á líf þitt. Um leið og þú tekur hlutunum eins og þeir eru, sættistu við þá.

22. nóvember - 21. desember

Rifrildi og átök valda óhamingju og slæmri heilsu. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. Viljirðu breytingar skaltu stíga á stokk og láta í þér heyra.

22. desember - 19. janúar

Vinir eða hópar eru síður en svo auðveldir í samskiptum í dag. Fólk er fljótt að fyrirgefa ef það er beðið afsökunar.

20. janúar - 18. febrúar

Það er eins gott að lesa smáa letrið í öllum samningum áður en þeir eru undirritaðir. Allt sem þú byrjar á í dag, reynist ábatasamt í framtíðinni.

19. febrúar - 20. mars

Tilraunir þínar til að afla og eyða peningum ættu að fara að bera meiri árangur. Þú bíður í ofvæni eftir því að þér verði hrósað fyrir góða frammistöðu.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.
og