Svala Björgvins á flakki

Svala á tónleikum með Steed Lord
Svala á tónleikum með Steed Lord Mynd/mbl

Svala Björg­vins­dótt­ir kom mörg­um á óvart þegar hún tók sæti þjálf­ara í The Voice sem sýnd­ir verða á Skjá­Ein­um, enda býr hún í Los Ang­eles, fjarri köld­um heima­hög­um. Í borg engl­anna ger­ir hún garðinn fræg­an í fata­hönn­un og kem­ur fram und­ir lista­manna­nafn­inu Kali með hljóm­sveit­inni Steed Lord.

Mikið flakk

Að búa í L.A. og taka þátt í raun­veru­leikaþætti á Íslandi er al­veg jafn flókið og það hljóm­ar. Það er nóg að gera á báðum víg­stöðum svo Svala flýg­ur mikið á milli. „Ég verð á flakki,“ seg­ir Svala, „ég var á Íslandi í sjö daga um dag­inn til að taka upp „Blind Auditi­on“-þætt­ina og flaug heim til LA 9. sept. Svo kem ég aft­ur 2. októ­ber til að taka upp „Battle Rounds“ og flýg svo aft­ur út til LA. Svo kem ég aft­ur í miðjan nóv­em­ber til að taka upp „live“-þætt­ina. Ég varð að gera þetta svona því við erum í miðjum upp­tök­um í LA á plöt­unni okk­ar og stúd­íó eru bókuð fyr­ir­fram. Svo erum við líka að spila gigg í Am­er­íku þannig að eina leiðin til að taka þátt í The Voice er að leggja í þessi ferðalög.“

Svala kipp­ir sér þó ekki mikið upp við það, enda vön. Hljóm­sveit­in henn­ar Steed Lord kem­ur oft fram í Evr­ópu, langa leið frá heim­il­um meðlima í Los Ang­eles.

Svölu finnst ynd­is­legt að fá að eyða svona mikl­um tíma á Íslandi, en anna­samt líf henn­ar und­an­far­in ár hef­ur ekki boðið upp á mikið meira en eina heim­sókn á ári und­an­far­in ár. Þær hafa verið til að koma fram á jóla­tón­leik­un­um föður henn­ar, Björg­vins Hall­dórs­son­ar.

Fjög­ur ár að kom­ast inn í brans­ann

Svala hef­ur búið í Los Ang­eles í rúm 6 ár. Þar er hún ásamt öðrum meðlim­um Steed Lord með eigið plötu­fyr­ir­tæki þar sem þau gefa út eig­in tónlist, sjá um alla markaðsvinnu, hönn­un á varn­ingi og fleira. Hljóm­sveit­in sér sjálf um að búa til eig­in tón­list­ar­mynd­bönd, auk þess að gera mynd­bönd fyr­ir aðra lista­menn og búa til aug­lýs­ing­ar. „Það geng­ur bara mjög vel hjá okk­ur og síðastliðin tvö ár hafa verið mjög spenn­andi því það er svo margt að ger­ast með bandið okk­ar.  Allskyns stór tæki­færi og dyr sem eru að opn­ast fyr­ir okk­ur. Enda er alltaf sagt að það taki alla­vega fjög­ur ár að kom­ast inn í „brans­ann“ í LA, jafn­vel leng­ur. Í svona stórri borg eru marg­ir að reyna að kom­ast að.“

Tónlist Steed Lord hef­ur heyrst víða í sjón­varpi, í bíó­mynd­um, aug­lýs­ing­um og síðast en ekki síst dansþætt­in­um So You Think You Can Dance.

Sveit­in vinn­ur nú að upp­tök­um á nýrri plötu og miðað við gengið verður at­hygl­is­vert að sjá hvaða viðbrögð hún fær og hvað framtíðin ber í skauti sér fyr­ir Svölu og hljóm­sveit­ina.

Svala á tónleikum
Svala á tón­leik­um Mynd/​mbl
Hljómsveitin Steed Lord
Hljóm­sveit­in Steed Lord Mynd/​mbl
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka