Ákvað að taka eitthvað sem mér finnst töff

Audrey Freyja Clarke er 27 ára Akureyringur, áttfaldur Íslandsmeistari í listhlaupi á skautum, söngkona í hljómsveitinni Sistier Sister og nú einn þátttakanda í The Voice, en í áheyrnarprufunum söng hún Bjarkarlagið Jóga.

Það er ekki allra að feta í fótspor Bjarkar í tónlist. „Ég byrjaði á því að skoða á netinu hvaða lög fólk var að taka, en ákvað svo bara að taka eitthvað sem mér finnst töff,“ segir Audrey um lagavalið. „Björk og þetta lag hafa fylgt mér lengi, ég hef mikið skautað við það,“ en Audrey æfði listhlaup í fjölda ára.

Þrátt fyrir að faðir hennar kenni söng hefur Audrey aldrei lært að syngja „Þetta er pínu fáránlegt þegar ég spái í því, ég hef varla fengið tilsögn. Kannski af því að þetta var svo nærri manni,“ segir Audrey, en hún lærði aftur á móti á píanó í mörg þar til hún varð 17 ára gömul. Ástæðan fyrir því að hún hætti var tímaleysi, „ég þurfti að velja og hafna, tónlistin eða skautarnir. Ég valdi skautana.“

Tónlistina lagði Audrey á hilluna um skeið, alveg þangað til að hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og fékk píanó í útskriftargjöf frá foreldrum sínum.

Sister Sister verður til

„Píanóið var rykfallið í 2 ár eftir að ég fékk það. Svo gat ég ekki horft á það lengur rykfallið með fötum, svo við systur mín fórum að gera eitthvað.“ Það varð upphafið að hljómsveitinni Sister Sister sem Audrey skipar ásamt systur sinni Helgu Margréti Clarke. Þar deila þær hlutverkum, spila báðar á píanó og syngja saman.

„Við byrjuðum að spila saman 2013, komum fram hér og þar, off venue á Airwaves, Manningarnótt og fleira, sem var ótrúlega gaman. Svo tókum við smá pásu 2014, það var mikið að gera hjá okkur.“ Systurnar tóku sig aftur saman nú í sumar og hafa verið að semja og spila síðan, en von er á nýju lagi frá þeim á næstu vikum.

Audrey segir auðvelt mál að vinna með Helgu systur sinni „Við höfum alltaf verið tvær, við vorum báðar á skautum þar sem helga þjálfaði mig meðal annars. Við erum ótrúlega gott teymi. Við rífumst alveg helling, en samstarfið virkar vel og við erum sjúklega góðar vinkonur.“

Til að kynnast Audrey aðeins betur fengum við að forvitnast um það hvaða átta lög eru í mestu uppáhaldi hjá henni þessa stundina:

   
  

  • Adele - Hello
  • Zero 7 -Somersault
  • Emilie Nicholas - Pstereo
  • Paloma Faith - Can’t rely on you
  • Lucy Rose - Till the end
  • Agnes Obel - Riverside
  • Matt Corby - Brother
  • London Grammar - If You Wait

  
Hér má heyra lagið Desire með Sister Sister:

Helga var Audrey til halds og trausts í The Voice
Helga var Audrey til halds og trausts í The Voice
Systurnar í tónlistarmyndbandi Sister Sister
Systurnar í tónlistarmyndbandi Sister Sister
Audrey státar af átta íslandsmeistaratitlum í listhlaupi á skautum
Audrey státar af átta íslandsmeistaratitlum í listhlaupi á skautum
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir