Elín Harpa Héðinsdóttir söng lagið Seven Nation Army með hljómsveitinni White Stripes í áheyrnarprufum The Voice. Þessi 19 ára Verslunarskólanemandi setti sinn svip á lagið, og gerði það svo vel að þrír af fjórum þjálfurum sneru sér við ákafir að fá Elínu í sitt lið.
Unnsteinn var sérstaklega hrifinn af flutningnum, „Ég fíla þegar einhver getur valdið svona þekktu lagi, þú hafðir fullkomið vald á því.“ Salka tók undir það, og var jafnframt ánægð með að Elín hafi gert lagið að sínu með örlitlum breytingum.
Svala var sú sem gekk lengst í því að fá Elínu í sitt lið, „Ég bara elska þig, ég elska röddina og hvernig þú lítur út. Fílinginn og orkuna, þú ert alger stjarna. Ég verð að fá þig í liðið mitt“
Unnsteinn gat ekki látið þessa ræðu við sitja og svaraði að bragði: „Ég verð að fá þig í liðið mitt svo við getum unnið keppnina!“
Elín Harpa valdi að lokum að ganga til liðs við Svölu. Hún stígur næst á svið í þætti kvöldsins, föstudaginn 6 nóvember. Þar mun hún heygja söngeinvígi við annan liðsmann Svölu um það hver heldur sínu sæti í keppninni.