Svala Björgvins: Þú ert stjarna!

00:00
00:00

Elín Harpa Héðins­dótt­ir söng lagið Seven Nati­on Army með hljóm­sveit­inni White Stripes í áheyrn­ar­pruf­um The Voice. Þessi 19 ára Versl­un­ar­skóla­nem­andi setti sinn svip á lagið, og gerði það svo vel að þrír af fjór­um þjálf­ur­um sneru sér við ákaf­ir að fá El­ínu í sitt lið.

Unn­steinn var sér­stak­lega hrif­inn af flutn­ingn­um, „Ég fíla þegar ein­hver get­ur valdið svona þekktu lagi, þú hafðir full­komið vald á því.“ Salka tók und­ir það, og var jafn­framt ánægð með að Elín hafi gert lagið að sínu með ör­litl­um breyt­ing­um.

Svala var sú sem gekk lengst í því að fá El­ínu í sitt lið, „Ég bara elska þig, ég elska rödd­ina og hvernig þú lít­ur út. Fíl­ing­inn og ork­una, þú ert al­ger stjarna. Ég verð að fá þig í liðið mitt“

Unn­steinn gat ekki látið þessa ræðu við sitja og svaraði að bragði: „Ég verð að fá þig í liðið mitt svo við get­um unnið keppn­ina!“

Elín Harpa valdi að lok­um að ganga til liðs við Svölu. Hún stíg­ur næst á svið í þætti kvölds­ins, föstu­dag­inn 6 nóv­em­ber. Þar mun hún heygja sön­gein­vígi við ann­an liðsmann Svölu um það hver held­ur sínu sæti í keppn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka