Hafrún laut í lægri haldi fyrir Kamillu

„Það er stressandi að keppa á móti svona góðri söngkonu, en gaman,“ sagði Hafrún Kolbeinsdóttir, keppandi í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans.

Hafrún mætti Kamillu Rós Bjarnadóttur í einvígjum þáttanna, þar sem hún beið lægri hlut. Úrslit sem komu líklega mörgum á óvart en Hafrún átti góðu gengi að fagna í The Voice Germany, þýsku útgáfu þáttanna.

Þjálfararnir gáfu allir sitt álit og voru alls ekki sammála um hvor hafði betur. „Hafrún, það er eitthvað í tóninum þínum sem heillar mig, hann er öðruvísi og ofsalega áhugaverður, ég væri til í að sjá meira af honum svo ég segi Hafrún,“ sagði Salka Sól.

„Ég myndi vilja heyra meira af Kamillu, það er eitthvað í röddinni sem mér fannst mjög fallegt og áhugavert,“ sagði Svala Björgvins og Unnsteinn Manúel var á sama máli. „Ég hef heyrt þig syngja áður Hafrún, það er þessi viðkvæmi tónn, en ég hafði ekki heyrt þetta hjá þér Kamilla, þú komst mér á óvart og mér fannst þú valda þessu lagi út í gegn, ég myndi velja þig.“

Þegar upp var staðið var valið í höndunum á Helga Björns, þjálfara þeirra beggja. „Þið eruð báðar mjög heillandi og eigið framtíðina fyrir ykkur, ég hlakka til að sjá meira af ykkur báðum. En í þetta sinn, þá segi ég Kamilla.“

Það var ekki að sjá að Hafrún tæki úrslitunum illa. „Þú ert að fara að rústa þessu,“ sagði hún við Kamillu þegar þær féllust í faðma baksviðs eftir flutninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen