Eldheitur Eurovision-aðdáandi

00:00
00:00

Sig­ur­jón Örn Böðvars­son mætti Elísu Ýrr Er­lends­dótt­ur í ein­vígj­um sjón­varpsþátt­anna The Voice Ísland. Sam­an sungu þau lagið Ain‘t no Mountain High Enough í út­gáfu Di­ana Ross. Aðeins annað þeirra gat haldið sæti í liði þjálf­ar­ans Unn­steins Manú­els og var það Sig­ur­jón sem bar sig­ur úr být­um.

„Mér finnst alltaf ein­hver styrk­ur í að vera með öðrum á sviði,“ sagði Sig­ur­jón um að þurfa að syngja með Elísu en keppa á móti henni í leiðinni. „Ég er van­ur að syngja dú­etta og finnst það þægi­legt. Ég held að það hafi hjálpað mér í þessu.“

Þar vís­ar Sig­ur­jón meðal ann­ars til söng­kon­unn­ar Re­bekku Blön­dal sem komst í fjög­urra manna úr­slit í fyrstu þáttaröð The Voice Ísland, en þau syngja sam­an í hljóm­sveit­inni Prins­ess­an og durt­arn­ir.

Stressið kom á óvart

„Ég fylgd­ist með Re­bekku vin­konu minni í fyrra og fannst þetta kjörið tæki­færi. Ég held að þetta sé góð kynn­ing og góð reynsla, fínt til að byggja upp tengslanet,“ seg­ir Sig­ur­jón um þátt­tök­una í The Voice.

Þegar tök­ur hóf­ust var ým­is­legt sem kom á óvart. „Ég hélt að þetta yrði ekki jafn­mikið mál og það var, sér­stak­lega í fyrstu pruf­unni. Það kom mér í opna skjöldu hvað stressið hellt­ist yfir mann, en eft­ir því sem lengra líður á þátt­inn fer stressið af manni.“

Söngáhug­inn kviknaði í grunn­skóla

Sig­ur­jón var ekki gam­all þegar áhug­inn á söng vaknaði. „Ég byrjaði í barnakór í grunn­skóla sem var svo­lítið upp­hafið að þessu öllu sam­an, þar kviknaði söngáhug­inn. Svo fór ég að læra klass­ísk­an söng í Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs og kláraði burt­farar­próf þaðan núna í vor.“

Ásamt því að koma fram með hljóm­sveit­inni Prins­ess­an og durt­arn­ir hef­ur Sig­ur­jón sungið við brúðkaup og fleiri viðburði. Áhuga­sviðið í tónlist er fjöl­breytt og Sig­ur­jón er alæta á tónlist að eig­in sögn. Sjálf­um finnst hon­um þó skemmti­leg­ast að syngja soul, blús, dæg­ur- og popp­tónlist auk þess að vera eld­heit­ur aðdá­andi Eurovisi­on-söng­keppn­inn­ar.

Molit­va var fram­lag Serbíu til Eurovisi­on árið 2007, það er í miklu upp­á­haldi hjá Sig­ur­jóni ásamt lag­inu Eup­horia frá Svíþjóð sem sigraði 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka