Svala Björgvins: „Fórst á flug!“

00:00
00:00

Sig­ur­jón Örn Böðvars­son sýndi það og sannaði í fyrsta þætti beinna út­send­inga sjón­varpsþátt­anna The Voice Ísland að hann er ekki hrædd­ur við að taka stór og mik­il lög, en þá söng hann Un­break my Heart með Toni Braxt­on. Lagið sem hann valdi að syngja í undanúr­slit­un­um er af öðrum meiði en ekki síður erfitt. Það er lagið Heroes sem Måns Zel­mer­löw söng þegar hann stóð uppi sem sig­ur­veg­ari fyr­ir hönd Svíþjóðar í Eurovisi­on árið 2015, en Sig­ur­jón er mik­ill aðdá­andi keppn­inn­ar.

Flutn­ing­ur Sig­ur­jóns á lag­inu tókst vel til og sviðsfram­kom­an var mjög góð, og fékk hann sér­stakt hrós frá þjálf­ur­un­um fyr­ir viðbrögðin sem hann fékk frá áhorf­end­um í sal. Flutn­ing­ur­inn virðist ekki síður hafa skilað sér til áhorf­enda heima í stofu en Sig­ur­jón var kos­inn áfram í síma­kosn­ingu og mun því stíga á svið næst­kom­andi föstu­dags­kvöld í úr­slitaþætt­in­um.

Johnny Cash í næsta þætti?

„Mér fannst þetta rosa­lega flott og þetta lag passaði mjög vel við rödd­ina þína, þú fórst á flug sér­stak­lega í seinni parti lags­ins, það var ofboðslega fal­lega sungið þegar þú hækkaðir lagið, ein­stak­lega vel valið,“ sagði þjálf­ar­inn Svala Björg­vins um flutn­ing Sig­ur­jóns. „Mér fannst mjög flott þegar þú tókst Un­break my Heart í síðustu viku en þetta var millj­ón sinn­um flott­ara. Þú hef­ur líka vaxið svo í þess­ari keppni  þú verður alltaf betri og betri og það er til­gang­ur­inn með þessu. Þú get­ur verið rosa­lega stolt­ur, þetta var virki­lega flott.“

Salka Sól var sér­stak­lega hrif­in af djúpu tón­un­um í flutn­ingi Sig­ur­jóns. „Ef þú kemst í úr­slit­in lang­ar næst­um því að heyra þig syngja Johnny Cash eða eitt­hvað þannig. Svo ertu svo lika­ble Sig­ur­jón, fram­kom­an, and­litið, bara allt, það skilaði sér og sal­ur­inn var með þér, snilld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka