Hvenær er álfur þjóð meiri?

Björk.

Björk.
mbl.is

Fjallað er um Björk annars vegar og tónlistarhátíðina Iceland Airwaves í tveimur löngum greinum á listavef fréttavefjar New York Times í dag. Í þeirri fyrrnefndu er spurt í inngangi hvenær álfur sé þjóð meiri.

„Og sért þú þjóðin, hvað gerir þú í því?" spyr greinarhöfundur. Bætir því við að hvað Íslendinga varði þá virðist svarið vera á þann veg að virða hana en leiða hana hjá sér. Vitnað er til þess að dreifingarfyrirtæki hennar hérlendis, Smekkleysa, kynni ekki plötur hennar með látum og standi eiginlega fyrir því að Ísland sé „Bjarkarlaust" svæði. Ennfremur segir í greininni að Íslendingar virði einkalíf fólks og því kippi þeir sér ekki upp við það þótt Björk gangi eftir götum borgarinnar. Í því sambandi er þess getið að breski popparinn Damon Albarn eigi íbúð í miðborginni og sé látinn í friði þegar hann sé á almannafæri í Reykjavík, ólíkt því sem hann eigi að venjast í heimalandi sínu, Englandi. Segir frá því í greininni um Björk að sömu helgi og veggmyndir prýddu veggi allra neðanjarðarlestarstöðva Parísar og tímarit með forsíðumyndum af henni voru áberandi í blaðsölubúðum borgarinnar í tilefni útkomu plötunnar Vespertine hafi ekki verið neina mynd að finna af henni í Leifsstöð eða í Reykjavík af sama tilefni. Því er haldið fram í greininni að Björk sé líklega frægari Íslendingur en Leifur Eiríksson þótt ferðabæklingar segi að hún komi honum næst að frægð. Skýrt er frá þakklæti forsætisráðherrans [Davíðs Oddssonar] sem sé svo þakklátur fyrir velgengni Bjarkar að hann hafi eitt sinn boðið henni eyju að gjöf er hann frétti af því að hún hygðist leigja eyju eina til að koma sér þar upp hljóðveri. Vitnað er í Jón Hákon Magnússon hjá kynningarfyrirtækinu Kom í greininni og eftir honum haft að Björk sé verðmætasta íslenska vörumerkið, þekktara en Flugleiðir og Bláa lónið og standi jafnfætis sænska vörumerkinu Volvo og finnska vörumerkinu Nokia. Segir Jón Hákon að markaðsrannsóknir liggi ekki til grundvallar en samt viti hann að ferðamenn koma til landsins vegna Bjarkar. Þannig hafi hann eftir stjórnendum Go-flugfélagsins að stór hluti ungs fólks sem fari með því í helgarferðir til Íslands segist vilja sjá heimaborg Bjarkar. Grein New York Times
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Láttu það bara eftir þér að brosa út í bæði, þú hefur ástæðu til þess.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Láttu það bara eftir þér að brosa út í bæði, þú hefur ástæðu til þess.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg