Útikamar á uppsprengdu verði

Það þykir vera til marks um ástandið á fasteignamarkaði í Englandi að þar er nú til sölu gamall útikamar á uppsprengdu verði.

Um er að ræða 12,6 fermetra skúr sem áður var almenningssalerni á ströndinni á Dorset í suðvestur-Englandi. Þessi skúr, sem nú er í einkaeign, var auglýstur til sölu um daginn á 25 þúsund pund, jafnvirði um 3,3 milljóna króna. En það var áður en kapphlaupið hófst. „Við höfum fengið nokkur tilboð og þau eru nú komin yfir 30 þúsund pundin," sagði Roy Wootton fasteignasali hróðugur í dag. Með skúrnum fylgir leyfi skipulagsyfirvalda til að breyta honum í sumarhús og 3 metra breið landspilda þar sem hægt er að byggja verönd. „Útsýnið er frábært þar sem Golden Cap klettur sést til hægri, sjórinn og ströndin eru fyrir framan og þorpið Lyme Regis er til hægri," sagði Wootton. „Þess vegna er áhuginn mikill."
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup