Páfagaukarán í Sydney

Íbúar í Sydneyborg í Ástralíu eru nú miður sín vegna þess að páfagauknum Hector var rænt þar sem hann sat í búri sínu utan við gæludýrabúð í borginni. Forsætisráðherra landsins hefur blandað sér í málið.

Hector hefur setið í 31 ár í búri utan við Doug Eyre´s gæludýrabúðina í West Ryde, úthverfi Sydney, og glatt vegfarendur með því að hrópa á eftir þeim: Sjáumst bráðum, félagi! Kysstu mig! og: Sjáumst! Að launum hefur fólk gaukað að honum hnetum og sælgæti.

En um síðustu helgi rændu tvær miðaldra gráhærðar konur búrinu með Hectori í og hlupu með fuglinn inn í bíl og óku á brott, að sögn sjónarvotta. Lögregla var enn að leita að páfagauknum í gær og er engu nær en heldur helst að dýraverndarfélög hafi ákveðið að „frelsa" Hector úr búrinu.

Eigandi Hectors hefur heitið á ræningjana að skila fuglinum og íbúar í borgarhverfinu hafa safnað jafnvirði 50 þúsund króna og bjóða sem lausnargjald. Götusölublaðið Daily Telegraph hefur hellt sér í málið og birt daglegar fréttir af stöðu mála. Á miðvikudag var aðalfyrirsögnin á forsíðunni: Skilið páfagauknum aftur. „Hvers konar fólk er það sem stelur málgefnum gauki sem hefur verið hluti af samfélaginu í 31 ár?" spurði blaðið í ritstjórnargrein.

John Howard forsætisráðherra, sem jafnframt er þingmaður West Ryde, hefur einnig lýst áhyggjum af páfagauknum. „Ég hvet sökudólgana til að skila Hectori," sagði hann í viðtali við útvarpsstöð í Sydney á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan