Setti heimsmet í farsímakasti

Petri Valta frá Finnlandi bar sigur úr býtum í heimsmeistarakeppni í farsímakasti sem fram fór í Finnlandi um helgina. Valta kastaði Nokia 5510 um 66,72 metra og setti nýtt heimset. 90 keppendur frá sjö löndum tóku þátt, en keppnin fram fór í Finnlandi í þriðja sinn.

Valta, sem er 31 árs og frá bænum Lapinlahti, kveðst hafa æft mánuðum saman fyrir leikana með því að lyfta lóðum og spila finnska útgáfu af hafnabolta. "Ég hugsaði aðeins um að kasta sem lengst. Það var auðvelt að kasta þessum síma því ég átti hann ekki," sagði Valta sem stefnir að því að kasta 80 metra á næsta ári.

Keppendur komu meðal annars frá Bretlandi, Austurríki, Þýskalandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Ekki er boðið upp á kvenna- eða karlaflokka á mótinu. Hægt er að kasta farsímum í þremur flokkum: með hefðbundinni aðferð, kasta með læstum olnboga eða nota frjálsa aðferð.

Með frjálsri aðferð eru gefin stig fyrir stíl, búning, persónuleika og hvort keppandi sé ódrukkinn. Ástæðan fyrir því að gefin séu stig fyrir hvort keppandi sé ódrukkinn kann að vera sú að keppnin hefst ætíð á bjórdrykkju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup