Kraftur Jedi-riddaranna mikill í Ástralíu

Úr Stjörnustríðum.

Úr Stjörnustríðum.
mbl.is

Fleiri en 70.000 Ástralir lýsa sjálfum sér sem sönnum Jedi-riddara að hætti Stjörnustríðamyndanna aðspurðir um trúarbrögð í nýjasta manntali Ástralíu.

Talsmaður áströlsku hagstofunnar sagði að 0,37% svarenda, eða 70.509 manns, hefðu sagst fylgja Jedi-trúnni eins og hún kemur fram í myndum George Lucas. Talsmaðurinn sagði að líklegt væri að fólk svaraði á þennan hátt vegna tölvupósts, sem gekk manna á milli áður en manntalið var tekið. Í því stóð að ef meira en 10.000 manns segðust vera Jedi-trúar, yrði hún trúarsamfélagt viðurkennt samkvæmt lögum, en það er ekki rétt. Formaður aðdáendaklúbbs Stjörnustríða, Chris Brennan, hafði ekki gaman af þessu uppátæki. Hann sagði að þessir meintu riddarar væru líklegast ekki „trúaðir í raun". „Þarna eru líklega um 5.000 manns af þessum 70.000 sem eru í raun trúaðir Jedi-riddarar. Svo eru um 50.000 manns sem skrifuðu þetta bara til gamans. Að lokum eru þarna á meðal um 15.000 manns sem hafa örugglega skrifað þetta bara til þess að stríða ríkisstjórninni aðeins," sagði Brennan. Hagstofan sagði að fjöldi svara tengdum riddurunum mögnuðu væri ekki nóg til að skekkja niðurstöður manntalsins, sem er tekið á fimm ára fresti.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan