Lokaðist inni í þvottavél

Sex ára gömul stúlka lokaðist inni í þvottavél í þvottahúsi í bæ í Kaliforníu. Vélin var að fyllast af vatni þegar vegfarandi sá hvers kyns var og braut gler í glugga þvottavélarinnar með felgulykli.

Stúlkan og björgunarmaður hennar voru flutt á sjúkrahús þar sem barnið gekkst undir skurðaðgerð vegna áverka á andliti og líkama. Maðurinn sem bjargaði henni, Kloeum Nhem, 36 ára gamall, þurfti að láta sauma skurði sem hann fékk á handlegginn.

Stúlkan var í þvottahúsinu með móður sinni í gær þegar hún klifraði inn í eina þvottavélina. Hlerinn á vélinni lokaðist síðan og þvottakerfið fór í gang og ekki var hægt að stöðva það.

Kloeum Nhem reyndi fyrst að brjóta glerið með handleggnum en sótti síðan felgulykil í bíl sinn.

Lögreglan segir að svo virðist sem hópur barna hafi verið að leika sér í þvottahúsinu og ein stúlkan hafi skriðið inn í eina vélina.

Slökkviliðið hefur nú lokað þvottahúsinu vegna brota á löggjöf um rafmagnstæki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka