Jólageitin sleppur við skemmdarverk

Jólageitin í Gävle var fjarlægð í dag.
Jólageitin í Gävle var fjarlægð í dag. Gävle Dagbladet

Forverar hennar hafa verið brenndir með kveikjurum, eknir um koll og skotið hefur verið á þá flugeldum. En risavaxna jólageitin sem búin var til úr stráum og komið upp í Gävle í Svíþjóð fyrir jólin hefur sloppið við skemmdarverk og er það í fyrsta skiptið í fimm ár sem það gerist.

Kaupmenn í Gävle tóku geitina niður í gær, nokkrum dögum fyrr en ráðgert hafði verið til að forðast frekari kostnað við öryggisgæslu.

Fyrsta jólageitin var sett upp í Gävle, sem er um 150 km norður af Stokkhólmi, árið 1966 af kaupmönnum þar í bæ. Síðan þá hafa einungis tíu geitur lifað af jól og áramót. Flestar hafa verið brenndar, sumar einungis nokkrum klukkustundum eftir að þeim var komið upp í fyrstu vikunni í desember.

Jólageitin 1976 varð fyrir bíl. Árið 1997 hlaut jólageitin skemmdir vegna flugelda og kveikt var í jólageitunum árin 1998 og 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir