Sjúkrahús á Spáni er farið að strikamerkja alla nýbura til að koma í veg fyrir mistök. Eru fingraförin tekin strax og líka móðurinnar og þau færð inn í rafrænt strikamerki sem þau bera um úlnliðinn. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins.
Reynir T. Geirsson fæðingarlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri sett band um úlnlið og ökkla barnsins og um úlnlið móðurinnar. Á böndunum væri skráð kyn barnsins, fæðingartími þess og fæðingardagur og nafn móður og kennitala.